is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21266

Titill: 
  • Lög um kynjakvóta í félagsstjórnum fyrirtækja á Íslandi. Hefur meginmarkmiði löggjafarinnar verið náð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rýr hlutur kvenna í stjórnunarstöðum og í félagsstjórnum á Íslandi hefur verið áhyggjuefni stjórnvalda í nokkurn tíma. Á haustmánuðum árið 2008 dró til tíðinda í íslensku efnahagslífi með hruni íslensku bankanna og efnahagskreppa fylgdi í kjölfarið. Umræða um einsleitni í viðskiptalífinu varð áberandi og bent var á að stjórnarmenn hefðu flestir áþekkan bakgrunn varðandi menntun og reynslu, væru nánast eingöngu karlmenn og á svipuðum aldri.
    Ýmsar kenningar hafa verið settar fram varðandi þær hindranir sem verða á vegi kvenna til æðstu stjórnunar fyrirtækja og einnig til að skýra ástæður þess að framgangur þeirra sé svo hægur eins og reynslan sýnir. Má þar nefna kenningar um glerþak, glerhengju, feðraveldi og lagnakenninguna, sem allar líta til hindrana sem ýmist eru tilkomnar út frá einstaklingi, fyrirtæki eða frá samfélagi.
    Lögbinding kynjakvóta í félagsstjórnum fyrirtækja tók gildi árið 2013. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort meginmarkmiði lagasetningarinnar sé náð og einnig hvort nýliðun á konum í félagsstjórnum hafi átt sér stað í kjölfarið. Stuðst er við megindleg spurningalistagögn sem safnað var sumarið 2014. Úrtakið var hentugleikaúrtak og fengust svör frá 260 stjórnarmönnum, þar af voru karlar 143 talsins, konur 101 og 16 einstaklingar svöruðu ekki spurningunni um kyn. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 40-59 ára.
    Niðurstöður gefa vísbendingar um að þau íslensku fyrirtæki sem falla undir lagaákvæði um kynjakvótann séu komin vel á veg með að uppfylla 40% lágmark hvors kyns í félagsstjórnum. Það bendir til þess að megintilgangi lagasetningarinnar, sem felst í jafnari kynjaskiptingu, sé vel á veg kominn þótt enn sé ekki hægt að halda því fram með fullri vissu. Töluvert innflæði virðist vera að koma inn af nýjum konum í stjórnir fyrirtækja. Konur sem hafa ekki reynslu af stjórnarsetu og að því leyti er ákveðin nýliðun að eiga sér stað.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra_Kristín_Ólafsdóttir_BS.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna