is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21276

Titill: 
  • Uppkomin börn áfengissjúkra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar er umfjöllun um uppkomin börn áfengissjúkra. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hverjar eru afleiðingar þess að alast upp í áfengissjúkri fjölskyldu? Eru uppkomin börn með lakari samskiptahæfni í samanburði við aðra?
    Farið verður yfir helstu kenningar um áfengissýki og helstu greiningarkerfi. Þá verður farið yfir áhrif áfengissýki á fjölskylduna og fjallað vandlega um börn og uppkomin börn áfengissjúkra. Ritgerðin er fræðileg umfjöllun þar sem stuðst verður við rannsóknir, ritrýndar greinar og bækur um efnið.
    Rannsóknir hafa bent til þess að áfengissýki hafi ekki aðeins áhrif á þann áfengissjúka heldur alla meðlimi innan fjölskyldunar. Niðurstöður úr rannsóknum á uppkomnum börnum áfengissjúkra hafa sýnt fram á að þau eigi marktækt erfiðara með að tjá tilfinningar sínar og þróa heilbrigð náin sambönd. Afleiðingar þess að alast upp með áfengissjúkum foreldrum og búa á heimili sem einkennist af óstöðugleika getur fylgt einstaklingum inn í fullorðinsár.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlía Margrét BA ritgerð2.pdf579.88 kBLokaður til...03.05.2028HeildartextiPDF