is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21287

Titill: 
  • Skandinavíska leiðin? Skandinavíska bankakreppan og íslenska bankahrunið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um skandinavísku bankakreppuna, sem geysaði í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð undir lok 20. aldar, og íslenska bankahrunið, sem skall á síðla árs 2008. Aðdragandinn að skandinavísku bankakreppunni er borinn saman við aðdragandann að íslenska bankahruninu, og leitast er við að svara hvort og þá hvað sé sameiginlegt með þessum tveimur efnahagslegu áföllum. Athyglinni er beint að viðbrögðum ríkjanna, og sérstaklega er skoðað hvort þau hafi breytt utanríkisstefnu sinni í kjölfarið. Lánshæfiseinkunnir ríkjanna eru einnig teknar til umfjöllunar í lok ritgerðarinnar.
    Þessir atburðir eru skoðaðir í ljósi tveggja kenninga í alþjóðasamskiptum, annars vegar raunhyggju (e. realism) og hins vegar smáríkjakenninga (e. small state theory). Raunhyggja er vafalítið ein frægasta og mikilvægasta kenning í alþjóðasamskiptum, en smáríkjakenningar eru nýrri af nálinni og beina þær athygli að hlutverki smáríkja á allt annan hátt en raunhyggjukenningin.
    Leitast er svara við tveimur meginspurningum í þessari ritgerð. Annars vegar hvort einhver sameiginleg einkenni séu á bankakreppunni í Skandinavíu og bankahruninu á Íslandi, og hins vegar hvort það sé eftirsóknarvert fyrir smáríki að vera með háa lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Skúlason - Alþjóðasamskipti.pdf1.4 MBLokaður til...16.11.2031HeildartextiPDF