is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21292

Titill: 
  • Hagkvæmni strandveiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegurinn er veigamikill hluti af íslensku atvinnulífi og þar af leiðandi er nauðsynlegt að fiskistofnarnir í kringum landið séu nýttir á hagkvæman hátt. Það er því mikilvægt að rannsaka allar þær breytingar sem gerðar eru á fiskveiðistjórnunarkerfi landsins til að athuga hvort verið sé að taka skref í rétta átt. Árið 2009 var komið á nýjum flokki veiða sem nefndar voru strandveiðar. Var ætlunin með þessum nýja flokki að efla byggðarlög sem byggja á sjávarútvegi ásamt því að greiða fyrir nýliðun.
    Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka hagkvæmni strandveiða, hvort veiðarnar séu þjóðhagslega hagkvæmar og skref fram á við í þróun fiskveiðistjórnunar á Íslandi.
    Til þess að meta hagkvæmnina voru nokkrir þættir skoðaðir: arðurinn af veiðunum, gæði, áhrif á framboð, samanburður við línuveiðar, samanburður við ísfisktogara, eftirlits- og uppsetningarkostnaður, hvort hvati sé fyrir brottkast, möguleiki á offjárfestingu og slysahætta.
    Þegar á heildina er litið fylgir þessu nýja kerfi mikið tap. Kostnaður við veiðarnar er mikill þar sem veiðarnar eru mjög takmarkaðar þannig að stærðarhagkvæmni er engin. Að auki ýtir kerfið undir offjárfestingu þar sem um kappveiðar er að ræða. Þá fylgir þessu fyrirkomulagi aukið álag við eftirlit og einnig er meiri slysahætta við veiðarnar en aðrar. Gæði strandveiðiaflans hafa einnig sætt gagnrýni.
    Líklegt þykir að betri leiðir séu tiltækar til að styrkja byggðarlög, bæði þar sem veiðarnar eru einnig leyfðar frá höfuðborgarsvæðinu og eru einungis opnar yfir sumartímann. Þá er sennilegt að hægt sé að greiða betur fyrir nýliðun í sjávarútveginum þar sem stærstur hluti þeirra sem strandveiðar stunda er nú þegar hluti af atvinnugreininni.
    Aukinheldur fylgir lítill sem enginn annar raunverulegur ábati þessum veiðum og því er erfitt að rökstyðja það að halda kostnaðarsömu kerfi uppi sem uppfyllir ekki markmið sín.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagkvæmni strandveiða.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna