is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21322

Titill: 
  • Af hverju féll Sparisjóður Mýrasýslu, þrátt fyrir góða afkomu? : hafði fall hans áhrif á sveitarfélagið Borgarbyggð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar fræðilegu samantektar og rannsóknar er að leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Af hverju féll Sparisjóður Mýrasýslu, þrátt fyrir góða afkomu og hafði fall hans áhrif á sveitarfélagið Borgarbyggð? Vonast er til að svarið við henni geti útskýrt að einhverjum hluta af hverju aðrar bankastofnanir féllu og áhrif þess á það umhverfi sem þær störfuðu í, jafnvel í stærra samhengi. Fjármálastofnanir hafa mikil áhrif á líf fólks í nútíma samfélögum. Bæði geyma þær oft það fé sem fólk hefur aflað með vinnu sinni en koma einnig við sögu er fólk hyggst fjárfesta í framtíð sinni með námi, húsnæði eða öðru, sem sagt, veita lán. Líf fólks er því oft samofið afkomu og stjórnunarstefnu bankastofnana en almenningur hefur næsta lítið um það að segja hvernig þau samskipti eru. Fyrr á tíð töldu margir að bankar og sparisjóðir myndu lifa og starfa um eilífð. Hið svokallaða fjármálahrun leiddi fólk í sanninn um að ekkert er eilíft í þeim efnum.
    Af hverju falla fjármálastofnanir? Eru stjórnendur með óhreint mjöl í pokahorninu eða hreinlega leiksoppar nýfrjálshyggju og aðila með annarleg sjónarmið? Sparisjóður Mýrasýslu starfaði í ríflega 90 ár. Ályktun rannsakanda er að dansinn í kringum gullkálfinn og breyting á hlutverki sjóðsins, í einkavæðingarumhverfi nútímans, hafi orðið honum að falli. Það hefði að líkindum mátt koma í veg fyrir það hefði öllum viðvörunarmerkjum verið sinnt. Áhrif falls SPM á samfélagið sem hann starfaði í, virðast fremur hafa verið tilfinningaleg en fjárhagsleg. Um þessi atriði fjallar þessi rannsókn.
    Lykilhugtök: Sparisjóður Mýrasýslu, sparisjóðsstjóri/stjórn, lántökur, skuldir, tap, hagnaður, tengsl, Borgarbyggð, afkoma, áhrif.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this theoretical summary and study is to answer the study question: Why did SPM Bank collapse despite being in the black and did the collapse impact the Borgarbyggð municipality? It is to be hoped that the answer can, in part, explain why other banks collapsed and how that impacted the community they operate in, even in an extended context. Financial institutes greatly impact people’s lives in modern societies. They both house people’s savings and more often than not, they facilitate people’s investments in their future, that is, lend them money. People’s lives are, then, more often than not, intertwined with their banks’ profit margin and management policy, but with little or no say in the execution of those interactions. In days past it was common belief that banks would live and operate ad infinitum. The so-called financial collapse showed people how misguided they were.
    Why do financial institutes collapse? Are their officers misbehaving or are they mindless pawns of neo-liberalism or parties with ulterior motives? SPM operated for over 90 years. The researchers’ conclusion is that the focus on monetary gain and the change in the bank’s role in the privatized modern era facilitated its collapse. In all likelihood the collapse could have been averted, had all the warnings been heeded. The impact of SPM’s fall on the society in which it operated seems to have been more emotional than financial, however. These are the points on which this research study focuses.
    Key concepts: Sparisjóður Mýrasýslu, sparisjóðsstjóri/stjórn, lántökur, skuldir, tap, hagnaður, tengsl, Borgarbyggð, afkoma, áhrif.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 27.5.2015.
Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd-2015-BGK.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna