is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21335

Titill: 
  • Bækurnar í fjósinu: Um fyrirmyndir Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljóst þykir að Oddur Gottskálksson hafi notað bæði þýska þýðingu Marteins Lúthers og hina latnesku Vúlgötu-þýðingu sem aðalheimildir sínar þegar hann þýddi Nýja testamentið á íslensku, sem var prentað í Hróarskeldu árið 1540. Í riti sínu Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá árinu 1929 rekur Jón Helgason þennan skyldleika og rökstyður rækilega. Í lok umfjöllunar sinnar nefnir Jón hins vegar tvær danskar þýðingar sem Oddur gæti mögulega hafa notað við vinnu sína, Nýja testamenti Kristjáns II. Danakonungs frá árinu 1524 og Nýja testamenti Christierns Pedersens frá árinu 1529. Jóni þykja litlar líkur standa til þess að Oddur hafi notað þessi rit en rökstyður ekki skoðun sína frekar.
    Í þessari athugun verður reynt að grennslast fyrir um það hvort Oddur Gottskálksson hafi raunverulega haft danskar fyrirmyndir við þýðingarvinnu sína í fjósinu í Skálholti, hvaða rök mæla með því og hver gegn því að þau hafi verið aðalheimildir hans, aukaheimildir eða alls ekki komið við sögu. Það verður gert með því að bera saman frá orði til orðs samsvarandi kafla úr fjórum þýðingum Lúkasarguðspjalls; úr þýskri þýðingu Marteins Lúthers frá 1522, úr Nýja testamenti Kristjáns II. á dönsku frá 1524, úr Nýja testamenti Christierns Pedersens á dönsku frá 1529 og úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540. Alloft verður vitnisburður gríska frumtextans og hinnar latnesku Vúlgötu-þýðingar kallaður til þegar varpa þarf frekara ljósi á það sem til skoðunar er.
    Við athugunina tók höfundur til handargagns hugtök úr smiðju þýðingarfræðinganna Eugenes Nida (1914–2011) og Johns Cunnisons Catfords (1917–2009) sem notuð eru þegar skýra skal vensl frumtexta og þýðinga á honum. Þar er um að ræða hugmynd Nida um formlegt jafngildi (e. formal equivalence) og hins vegar áhrifajafngildi (e. dynamic equivalence), það er að segja hvenær og hvernig ákveðin atriði úr frumtextanum, til að mynda orðalag, orðaval, orðaröð, setningafræði og stílfræði, hafa merkjanleg áhrif á þýðinguna. Sömuleiðis var notast við kenningu Catfords um sameiginlegar breytingar (e. commutation) og tilbrigði sem fylgjast að (e. concomitant variation) sem leitast við að skýra sömu atriði á málvísindalegan hátt.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_Atli_Freyr_Steinthorsson_prentsmidjuutgafa_juni.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna