is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21345

Titill: 
  • Kaffimarkaðurinn á Íslandi. Hver er markhópur Merrild kaffi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar var kaffimarkaðurinn á Íslandi þar sem átti að kanna sérstaklega tækifæri fyrir Merrild kaffi til vaxa enn frekar á stækkandi markaði. Rannsóknarefnið var neysluhegðun, vörumerkjavitund og kauphegðun einstaklinga á kaff á Íslandi.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnr drukku flestir kaffi heima hjá sér eða um 80%. Elstu aldurshóparnir voru að drekka mest af kaffi heima hjá sér og þeir yngstu mun minna. Flestir sögðust drekka uppáhellt kaffi heima hjá sér eða 46%. Þegar kaffitegundirnar voru rannsakaðar niður á aldurshópa kom í ljós að hærra hlutfall var á neyslu á kaffipúðum og hylkjum sem voru í aldurshópnum 35-44 ára. Hjá öllum hinum aldurshópunum var uppáhellt kaffi mest drukkið í heimahúsi. Einnig mátt sjá mun á tekjuhópunum þegar kom að baunakaffi, þar neyttu tekjuhæðstu hóparnir meira af baunakaffi heldur en þeir tekjulægstu. Fjögur stæðstu kaffimerkin voru Te & Kaffi, Kaffitár, Merrild og Gevalia þegar spurt var hvaða vörumerki af kaffi drekkur þú heima hjá þér.
    Það sem skiptir mestu máli í ákvörðun á kaup á kaffi var bragðið. Þar á eftir kom lágt vöruverð, jákvæð ímynd, íslenskt vörumerki og að lokum framstilling í verslunum. Þá kom í ljós að Te & Kaffi og Kaffitár þóttu vera með besta bragðið. Merrild skoraði hæðst yfir bestu kaupin og sterkasta vörumerkið.
    Engan marktækan mun var að finna á grunnbreytunum kyn, aldur og menntun þegar kom að Merrild neytendum. Nema þegar tekjugrunnbreytan var rannsökuð þá mátt sjá mun á milli hópa og var meðaltekjufólk með fjölskyldutekjur uppá 550-799 þúsund að kaupa mest af Merrild. Einnig mátti sjá mun á búsetu og voru fleiri kaupendur á landsbyggðinni að kaupa Merrild heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Tekjuhærri fjölskyldur og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu keyptu frekar Te & kaffi og Kaffitár. Kaupendur Gevalia voru í eldri kanntinum og mátti greina þar marktækan mun. Einnig mátt greina ákveðin hóp sem Merrild virtist vera að fara á mis við. Það voru tekjuhærri einstaklingar og fólk á aldrinum 35-44 ára. Útfrá rannsókninni var hægt að móta nýja staðfærslu Merrild kaffi ásamt tillögum í markaðsaðgerðum fyrir framtíðina.

Styrktaraðili: 
  • Ölgerðin
Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagny_Kristjansdottir_BS.pdf3.45 MBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF