is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21353

Titill: 
  • "Dal einn vænan ég veit" : þekking unglinga í Dalvíkurbyggð og í Neskaupstað á nærumhverfi sínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er grenndarfræði og könnun á þekkingu unglinga á nánasta umhverfi sínu. Gengið var út frá rannsóknarspurningunni: Hver er þekking nemenda á unglingastigi í Dalvíkurskóla og Nesskóla á nánasta umhverfi sínu og hefur staða nemenda í Dalvíkurskóla breyst hvað þetta varðar síðustu tíu ár?
    Ritgerðin skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta hluta er fræðileg umfjöllun um hugtökin grenndarfræði, söguvitund, umhverfisvitund og grenndarvitund þar sem þessum hugtökum er lýst auk þess sem fjallað verður um mikilvægi þess að flétta þau inn í almennt skólastarf til að auka þekkingu nemenda á samfélagi sínu og umhverfi. Í öðrum hluta er byggðarsaga Dalvíkur og Neskaupstaðar reifuð, en þar verður m.a. stutt umfjöllun um landslag og náttúru byggðarlaganna og þá landnámsmenn er þar námu land. Jafnframt verður fjallað um hvernig byggð, atvinnuvegir, heilbrigðis- og menntamál hafa þróast í áranna rás. Er það gert til að varpa ljósi á bakgrunn þeirra nemenda sem tóku þátt í könnuninni.
    Þriðji hluti fjallar um könnunina sjálfa, þar sem m.a. er gerð grein fyrir ferli hennar, úrtaki, framkvæmd og niðurstöðum. Einnig voru svör einstakra spurninga nemenda úr Dalvíkurskóla borin saman við svör úr könnun sem Guðrún Inga Hannesdóttir lagði fyrir nemendur skólans árið 2005 í tengslum við B.Ed.-ritgerð sína, með það að markmiði að kanna hvort staða nemenda í Dalvíkurskóla hafi breyst sl. tíu ár. Í ljós kom að eingöngu þriðjungur til helmingur nemenda gátu svarað spurningum könnunarinnar rétt. Fjórði og síðasti hluti ritgerðarinnar inniheldur umræður þar sem niðurstöður eru dregnar saman og þær ræddar og að endingu stutt umfjöllun um hverju mögulega megi breyta í fræðslu unglinga svo þeir öðlist betri þekkingu á grenndarsamfélagi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The following paper is a BEd thesis written at the Faculty of Education at the University of Akureyri. The subject is local studies and a survey conducted among teenagers on their knowledge of their local community. The research question was as follows: What do pupils of the upper grades of Dalvíkurskóli and Nesskóli know about their local community and has there been any noticeable change amongst the students at Dalvíkurskóli, compared to ten years earlier?
    The paper is divided into four sections. The first section contains a theoretical discussion of the concepts of local studies, historical consciousness, environmental consciousness and local consciousness as well as a discussion of the importance of involving these concepts in a school‘s curriculum in order to enhance the pupil´s knowledge of their local community and surroundings. The second section contains an overview of the history of Dalvík and Neskaupsstaður, including a discussion of the landscape and the nature as well as the early settlers. In order to understand the background of the pupils participating in the survey, the development of inhabitation, industry, health issues and education will be discussed.
    The third section presents the survey itself. It includes a subsection on the process of the survey, its sample, conduct and results. The answers of certain question from the pupils of Dalvíkurskóli were then compared to a survey conducted by Guðrún Inga Hannesdóttir, in relation to her BEd thesis, of pupils of the same school in 2005. The aim was to see whether there was a noticeable difference between the knowledge of current pupils and those ten years ago. The results revealed that only about third to half of the students could answer the questions correctly. The fourth and the last section of the thesis contains discussions of the results as well as a short section on how the education offered to teenagers can possibly be strengthened in order to enhance their knowledge of their local community.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DalEinnVaenanEgVeit.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna