is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21363

Titill: 
  • Málþroski barna og læsi í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um málþroska og læsi barna í leikskóla, hvernig málþroskinn þróast og hversu mikilvægt það er að hlúa að honum, sérstaklega á leikskólaárunum.
    Í fyrri hluta fræðikaflans er tekin fyrir máltaka barna, hvernig hún þróast frá meðgöngu til sex ára aldurs og hvað hefur áhrif. Einnig er tekin fyrir bygging hljóðkerfisvitundar og mikilvægi orðaforða barna. Fjallað er um þrjár íslenskar rannsóknir, en niðurstöður þeirra sýna fram á mikilvægi málörvunar í leikskóla. Í seinni hluta fræðikaflans er fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á áherslum á mál og málþroska. Skoðað er hvað læsi í leikskóla felur í sér og einnig hvert hlutverk leikskólakennarans er í málþroska barna.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar eru niðurstöður rannsóknar sem höfundur gerði í samstarfi við Sesselju Sigurðardóttur, ráðgjafa á skóladeild Akureyrar. Með rannsókninni var höfundur meðal annars að leita svara við því hvort unnið væri markvisst með læsi hjá tveimur elstu árgöngunum í leikskólum Akureyrar og nágrennis. Spurningalisti var sendur í 14 leikskóla, þar af svöruðu 11 leikskólar. Helstu niðurstöður voru þær að unnið er markvisst með læsi í öllum leikskólum Akureyrar og nágrennis með nokkuð svipuðum aðferðum en mismunandi áherslum þó.

  • Útdráttur er á ensku

    The following paper is a thesis for a B.Ed. Degree in teaching from the University of Akureyri. It is about language development and literacy skills in preschool children. How language develops and how important it is to support children’s language and literacy skills during the preschool years. The beginning of the theoretical chapter considers how children learn language and how language develops from pregnancy to the age of six. We consider how phonological awareness develops and the importance of children’s vocabulary and look into three Icelandic
    studies which show the importance of language stimulation with preschool children. The second half of the theoretical chapter studies the changes in language and literacy instruction at preschools in the recent years and discuss preschool teacher´s role in literacy instruction. In conclusion the results from a research done by the author in cooperation with Sesselja Sigurðardóttir, a counselor at the local school division in Akureyri, are shown. The research question was; How do preschool teachers work with language and literacy with children in the age of 4-6 year old. A questioner was sent to 14 schools and 11 responded.
    The main findings were that all the schools work with literacy in one way or another but their methods differ.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málþroski barna og læsi í leikskóla.pdf500.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna