is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21368

Titill: 
  • Umhyggja fyrir liðsmönnum lykilþáttur: Upplifun kvenna í handknattleik af leiðtogahlutverkinu og eiginleikar sem einkenna þær sem leiðtoga
  • Titill er á ensku Caring for team players is a key factor: Woman's experience in handball of being a leader and traits that characterise them as leaders
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hægt er að finna leiðtoga á öllum sviðum samfélagsins og það þykir eftirsóknarvert og áhugavert að vera leiðtogi. Það hefur einkennt leiðtogafræðina að leiðtogahlutverkið þykir kynjað, þegar fólk hugsar um leiðtoga þá kemur karlmaður gjarnan fyrst upp í hugann. Konur hafa þurft að hafa mikið fyrir því að komast í leiðtogastöður í gegnum tíðina. Síðustu ár hafa konur verið að sækja í sig veðrið en það er ennþá staðreynd að þær eru í minnihluta. Konur standa frammi fyrir mun fleiri áskorunum heldur en karlar og þurfa sífellt að berjast við staðalímyndir kynjanna.
    Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu kvenna af leiðtogahlutverkinu í handknattleik. Auðvelt er að benda á góða kvenleiðtoga hér á landi, en erfiðara er að átta sig á því hvað gerði þær að góðum leiðtogum. Helsta markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig konur í handknattleik upplifa leiðtogahlutverkið og hvaða eiginleikar einkenna þær sem leiðtoga. Notast var við fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð til að kafa dýpra í viðfangsefnið og skyggnast inn í reynsluheim viðmælenda. Með fyrirbærafræði var hægt að öðlast dýpri skilning á upplifun og reynslu viðmælenda og var það helsta ástæðan fyrir því að þessi rannsóknaraðferð var valin.
    Helstu niðurstöður sýndu að viðmælendur tileinkuðu sér þjónandi forystu þar sem umhyggja fyrir liðsmönnum er lykilþáttur. Umhyggja fyrir liðsmönnum var rauður þráður í gegnum öll viðtölin. Viðmælendur virðast blanda saman kvenlægum eiginleikum eins og umhyggju, góðvild, auðmýkt og hógværð saman við karllæga eiginleika eins og sjálfstraust, ákveðni og stjórnsemi. Þessir persónulegu eiginleikar ásamt uppeldi telja viðmælendur að hafi hjálpað þeim að verða leiðtogar. Meirihluti viðmælenda vildi fá meira hrós frá þjálfara og að fylgjendur væru duglegri við að rýna til gagns. Upplifun þeirra á leiðtogahlutverkinu var jákvæð og þær hafa öðlast dýrmæta reynslu sem hefur aðallega nýst þeim á vinnumarkaðnum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stella_Sigurdardottir_BS.pdf805.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna