is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21371

Titill: 
  • Hugsanleg áhrif miðeyrnabólgu á framburð nokkurra íslenskra barna á sjötta aldursári. Þversniðsathugun á framstöðuklösum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands og fjallar um hugsanleg áhrif miðeyrnabólgu á framburð nokkurra íslenskra barna á sjötta aldursári. Prófuð voru átta börn með sögu um miðeyrnabólgu snemma á lífsleiðinni og 31 barn án sögu um miðeyrnabólgu voru höfð til samanburðar. Tilraunaútgáfa af málhljóðaprófi Þóru Másdóttur (2011) var lögð fyrir börnin til þess að kanna framburð þeirra á nokkrum framstöðuklösum. Meginmarkmið athugunarinnar var að kanna hvort saga um miðeyrnabólgu hefði áhrif á framburð barna. Niðurstöður athugunar minnar leiddu í ljós að miðeyrnabólga virðist ekki hafa sláandi áhrif á framburð barna en börn sem greinast með miðeyrnabólgu fyrir eins árs aldur standa sig öllu verr í framburði en börn sem greinast eftir eins árs aldur. Frávik sem báðir hópar barna í athugun minni gerðu á framburði sínum voru í samræmi við fyrri framburðarrannsóknir Indriða Gíslasonar o.fl. (1986) og Þóru Másdóttur (2008) þar sem hljóðin /r/ og /s/ voru þeim erfiðust viðureignar ásamt þriggja samhljóða klösum. Börn sem greinast með miðeyrnabólgu virðast því aðeins standa sig örlítið verr á framburðarprófum en börn sem eru án nokkurrar sögu um miðeyrnabólgu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KolbrunHalldorsdottir..pdf793.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna