is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21393

Titill: 
  • Framburður og þróun hljóðsins /s/ í máli íslenskra barna. Athugun á 12 leikskólabörnum á fjórða og fimmta aldursári
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er framburður og hljóðþróun /s/ í máli barna. Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Í þeim fyrri er fjallað á fræðilegan hátt um málhljóðið /s/ sem ásamt /r/ er það hljóð sem börn á máltökuskeiði eiga erfiðast með að tileinka sér. Stiklað er á stóru um máltöku barna en áhersla lögð á hljóðfræðilega máltöku. Sagt er frá frægri kenningu Romans Jakobsons sem felur í sér að börn læri málhljóð stig af stigi með því að tileinka sér aðgreinandi þætti þeirra. Einnig eru fyrri rannsóknir á framburði og hljóðþróun íslenskra barna reifaðar. Í seinni hlutanum er fjallað um athugun sem gerð var í tengslum við ritgerðina þar sem framburður /s/ í máli leikskólabarna var kannaður. Athugunin var gerð á tveimur aldurshópum með það fyrir sjónum að kanna þróun hljóðsins eftir aldri. Í yngri aldurshópnum voru börn á aldrinum þriggja og hálfs til fjögra ára (3;6-4;0) en í þeim eldri voru börn á aldrinum fjögra og hálfs til fimm ára (4;6-5;0). Framburðurinn var skoðaður í tvennu lagi, annars vegar þegar hljóðið stóð stakt og hins vegar þegar það var fyrsta hljóð framstöðuklasa. Niðurstöður athugunarinnar leiddu í ljós að nánast öll frávik sem börn beita við þriggja og hálfs til fjögra ára aldurs eru fulllærð ári seinna. Brottfall er algengasta frávik yngri aldurshópsins en eftir því sem börnin eldast er líklegra að þau skipti hljóði sem þau hafa ekki náð tökum á út fyrir annað skylt hljóð. Algengasta skiptihljóð fyrir [s] er [θ] enda eru hljóðin tvö náskyld og eiga fjölmarga aðgreinandi þætti sameiginlega. Samhljóðaklasarnir /spr-/, /str-/ og /skr-/ eru þeir klasar sem eru börnum einna erfiðastir viðfangs enda eru hljóðin tvö, /s/ og /r/, bæði torveld og seinlærð. Niðurstöður fyrir samhljóðaklasa sýndu fram á líkindi með klösum þar sem lokhljóð kemur á eftir /s/ hvort sem lokhljóðið kemur fram í stafsetningu, t.d. stelpa [stɛl̥pa] og stóll [stoutl̥], eða sem sníkjuhljóð á undan /l/, /n/ eða /m/ í framburði, t.d. sleði [stlɛːðɪ] og slaufa [stlœiːfa]. Svo virðist vera sem börn skynji klasana á sama hátt og beiti þ.a.l. sömu frávikum. Þannig eru klasarnir /sv-/ og /sj-/ sér á báti að því leyti að þar verður brottfalls /s/ ekki vart, líkt og í öðrum s- klösum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-ritgerð (íslenska).pdf492.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna