is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21406

Titill: 
  • „Fáar þjóðir hafa þolað kúgun og yfirgang af meiri kurteisi en Íslendingar.“ Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við efnahagshruninu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um viðbrögð íslenskrar verkalýðshreyfingar á almenna vinnumarkaðnum við efnahagshruninu. Einkum er leitast við að kynna hvernig hreyfingin hefur sinnt hlutverki sínu við hagsmunagæslu í kjölfar hrunsins, og kanna hvort að sú gagnrýni sem hreyfingin hefur legið undir eigi rétt á sér. Markmiðið er að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar: Hefur íslenska verkalýðshreyfingin sinnt hlutverki sínu við hagsmunagæslu á undanförnum árum?
    Gerð er grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á vinnumarkaðnum frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar og þeim áhrifum sem breytingarnar hafa haft á störf og aðgerðir hennar. Átök og róttækar aðgerðir einkenndu lengi vel samskipti aðila vinnumarkaðarins. Í kjölfar þjóðarsáttasamninga hafa átök hins vegar vikið fyrir samvinnu og málamiðlunum. Í kjölfar hrunsins og afleiðinga þess hafa landsmenn í auknum mæli kallað eftir baráttuandanum sem lengi vel einkenndi starf hreyfingarinnar, enda skóp hann mikla sigra fyrir launamenn landsins. Kannanir í kjölfar hrunsins sýna að launamenn landsins voru óánægðir með framgöngu og hagsmunagæslu ASÍ. Eitt af fáum stéttarfélögum sem ekki mótaði starf sitt eftir þeirri línu sem ASÍ lagði, heldur svipuðum aðgerðum og einkenndu starf hreyfingarinnar fyrir þjóðarsáttasamningana, náði meiri árangri í kjarabaráttu félagsmanna sinna. Gögnum rannsóknarinnar um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar var safnað á tvenna vegu. Annars vegar var orðræðugreiningu beitt á opinber skrif ýmissa aðila sem tengjast verkalýðshreyfingunni og hagsmunagæslu landsmanna. Hins vegar voru tekin viðtöl við talsmenn ýmissa samtaka sem tengjast og/eða vinna að hagsmunagæslu fyrir almenna launamenn.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðbrögð og aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda efnahagshrunsins milduðu höggið sem hrunið hafði í för með sér. Öryggiskerfi hreyfingarinnar hélt og réttindi starfsmanna eru varin. Staða launþega væri verri í dag ef verkalýðshreyfingarinnar hefði ekki notið við.
    Afstaða verkalýðshreyfingarinnar til ýmissa málefna á borð við verðtryggingu, niðurfærslu lána til almennings og lífeyrissjóðskerfis er umdeilanleg. Að meta árangur af hagsmunagæslu er og verður huglægt. Það er hins vegar von höfundar að sú samantekt sem hér er að finna varpi ljósi á viðbrögð og aðgerðir hreyfingarinnar, þannig að hver og einn geti mótað sér skoðun á því hvort hún hafi sinnt hlutverki sínu. Þá er það von höfundar að lesendur átti sig á að það er undir landsmönnum sjálfum komið hvort og hvaða árangur næst af starfi hreyfingarinnar. Enda samanstendur verkalýðshreyfingin af launamönnum landsins. Launamenn geta, með því að láta sig málefnin varða, haft áhrif á helstu baráttumál og aðgerðir félaganna. Samstöðumátturinn er og verður helsta vopn hreyfingarinnar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til MS prófs. Konráð Garðar Guðlaugsson.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna