is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21412

Titill: 
  • Skuldaleiðréttingar: 110% leiðin með hliðsjón af kenningunni um vogað tap
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í aðdraganda efnahagssamdráttar undanfarinna ára, eða samdráttarins mikla svonefnda, jókst skuldsetning almennings mikið víða um heim samhliða eignaverðs- og lánabólum. Rannsóknir sýna að þessi mikla skuldsetning almennings, sér í lagi þeirra efnaminni, gerir hagkerfið einkar veikt fyrir komi til mikillar lækkunar eignaverðs. Þegar húsnæðisverð lækkar tapa eigendur yfirveðsettra fasteigna í samfélaginu miklu af eiginfé sínu, ef ekki öllu. Sá hópur er jafnframt viðkvæmastur fyrir slíkri eignaskerðingu og dregur í kjölfarið mikið úr neyslu sinni. Þegar þetta gerist í stórum stíl verða heildaráhrif neyslusamdráttarins svo mikil að rekstrargrundvelli fyrirtækja er ógnað. Minni hagnaður fyrirtækja leiðir til atvinnuleysis sem stuðlar að enn frekari samdrætti. Nauðungaruppboð á húsnæði grafa aukinheldur enn frekar undan húsnæðisverði og þannig leiðir mikil skuldsetning almennings til sjálfnærandi hringrásar samdráttar.
    Hagstjórnendur geta leitast við að koma í veg fyrir slíka þróun með aðgerðum fyrir skuldsett heimili. Á Íslandi stóðu skuldurum ýmiss konar úrræði til boða, bæði sértæk úrræði sniðin að þörfum einstakra skuldara og almennari aðgerðir svo sem niðurfærsla höfuðstóls og aðstoð gegnum félagslega kerfið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hampað Íslendingum fyrir vel útfærðar lausnir fyrir skuldug heimili en þó hafa einhver úrræði verið gagnrýnd fyrir að veita fé til heimila sem ekki voru í greiðsluvanda, meðal annars 110% leiðin, sem stóð eigendum yfirveðsettra fasteigna til boða.
    Rannsókn á eigin fé þeirra sem keyptu íbúð á árunum 2001-2008 leiðir í ljós að
    þeir sem keyptu fasteign á árunum 2006-2008, með 90% láni, væru enn í neikvæðri eiginfjárstöðu hefðu þeir ekki fengið 110% leiðréttingu. Þess í stað eiga þeir, sem keyptu sér íbúð í fjölbýli á þessum árum og nýttu sér nefnda leiðréttingu, um 10% markaðsverðs hennar nú árið 2015. Þeir sem hefðu keypt einbýli 2007-2008 með 90% láni væru hinsvegar enn í neikvæðri stöðu þrátt fyrir að hafa fengið 110% leiðréttingu og þeir sem hefðu keypt einbýli árið 2006 stæðu u.þ.b. á núlli þrátt fyrir sömu leiðréttingu. Ætla má að þessi breyting á eigin fé liðki fyrir hreyfingu á fasteignamarkaði og geti þannig bætt eiginfjárstöðu annarra sem skulda í húsnæði með því að stuðla að hækkun fasteignaverðs. Hinsvegar er ólíklegt að þetta úrræði hafi haft tilskilin áhrif á neyslu þeirra sem nutu þess, þar sem hinn yfirveðsetti hópur á Íslandi var að stórum hluta tekjuhár og ekki í greiðsluerfiðleikum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldaleiðréttingar - Ragnhildur.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna