is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21430

Titill: 
  • Titill er á ensku „Ég vil fá að vera ég sjálf þó ég sé kona.“ Hvati og áskoranir kvenfrumkvöðla í vísinda-, verkfræði- og tæknigeiranum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvenfrumkvöðlum í vísinda-, verkfræði- og tæknigeiranum (VVT geiranum) fer ört fjölgandi og því áhugavert að kynnast upplifun þeirra á því að stofna og reka fyrirtæki innan þess geira. VVT geirinn er almennt mjög karllægur og því geta myndast ýmsir fordómar og staðalímyndir sem mikilvægt er að uppræta í samfélaginu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu þeirra kvenfrumkvöðla sem stofnað hafa fyrirtæki innan VVT geirans með því að komast að því hvað það er sem hvetur þær til þess að fara út í frumkvöðlastarfsemi og hvað hvetur þær áfram dagsdaglega, ásamt því að komast að því hvaða áskoranir hafa orðið í vegi þeirra við stofnun og rekstur sinna fyrirtækja. Í leiðinni var reynt að bera kennsl á sameiginleg einkenni kvennanna. Lítið hefur verið skrifað um upplifun kvenfrumkvöðla í VVT geiranum eða öðrum karllægum starfsgreinum og því var ákveðið að einblína á þann hóp. Rannsóknin var unnin eftir fyrirbærafræðilegri aðferðarfræði sem er eigindleg aðferð. Aðferðin þótti henta vel til að skilja upplifun viðmælenda með hálfopnum djúpum viðtölum. Viðmælendur voru níu kvenfrumkvöðlar sem stofnað höfðu fyrirtæki innan VVT geirans frá árunum 1993 til 2012. Helstu niðurstöður leiddu í ljós sameiginleg persónueinkenni meðal kvennanna eins og bjartsýni, jákvæðni, þrautseigja og trú á eigin fyrirtæki. Helsti hvati kvennanna var að stýra eigin framtíð, að sjá tækifærin og að fyllast gleði og hamingju af verkum sínum. Þær áskoranir sem komu helst fram voru mikil vinna og þannig frítímaleysi, fjármögnun og mannlegu málin, eða starfsmannamál. Að auki voru ýmsar kynbundnar áskoranir tengdar því að vera kona í karlaheim. Jafnframt kom fram mikilvægi þess að hafa gott tengslanet og góðan stuðning frá fjölskyldu. Allar voru þær fullar af eldmóði og veita ef til vill konum sem á eftir þeim koma innblástur og ráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna María Jóhannesdóttir - MS ritgerð Lokaskjal.pdf815.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna