is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21454

Titill: 
  • Nýjar fjárhagsreglur setja svip sinn á evrópska knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikið og vaxandi rekstrartap á meðal knattspyrnuliða í Evrópu seinustu ár olli því að UEFA (Union of European Football Associations) sá sig knúið til þess að grípa inn í áður en illa færi. Árið 2013 tók FFP (UEFA Club Licensing and Financial Fair Play Regulations) gildi fyrir knattspyrnufélög Evrópu og mun þessi reglugerð vafalaust setja svip sinn á evrópska knattspyrnu til frambúðar. Ritgerð þessi fjallar um áhrif FFP á knattspyrnufélög Evrópu og ástæður þess að sérstök reglugerð þótti nauðsynleg. Knattspyrnufélög skila mörg hver rekstrartapi ár eftir ár en með tilkomu FFP er það ekki möguleiki lengur þar sem að takmörk eru sett á þann rekstrarhalla sem knattspyrnufélög mega skila. Kemur það í veg fyrir að eigendur knattspyrnufélaga geti í raun reynt að kaupa sér titla með því að leggja gríðarlegt fjármagn inn í félög sín fyrir leikmannakaupum og launakostnaði. Þannig kallar þessi reglugerð á nýtt hegðunarmynstur knattspyrnufélaga og aga í fjármálum þeirra.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-joningiSkemma.pdf706.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna