is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21460

Titill: 
  • Viðhorf íslenskra stjórnenda til stjórnunar mismunandi kynslóða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að rannsaka reynslu íslenskra stjórnenda af því að stjórna mismunandi kynslóðum. Leitast er við að varpa ljósi á þá mismunandi reynslu sem að stjórnendur hafa af hverri kynslóð fyrir sig og skoða hvernig má stuðla að góðri samvinnu milli starfsfólks af mismunandi kynslóðum.
    Verkefnið var valið með það í huga að lítið er til af íslenskum rannsóknum á sviðinu og þær sem til eru einskorðast við kynslóðirnar sem eldri eru og eru nú þegar fastar í sessi á vinnumarkaði. Yngsta kynslóðin sem hér er tekin fyrir er hins vegar nýbyrjuð að færa sig inn á vinnumarkaðinn og því er nánast ekkert efni til um hana, hvorki íslenskt né erlent.
    Framkvæmd var rannsókn þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við fjóra íslenska stjórnendur og þeim gefinn kostur á að segja frá sinni reynslu og skoðunum á stjórnun þessara kynslóða ásamt því að gefa sitt álit á því hver helsti munurinn er á starfsfólki eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir og afhverju sá munur stafar.
    Niðurstöður sýndu að viðmælendur voru í lang flestu sammála erlendum og íslenskum fræðimönnum sem áður hafa tekið efnið fyrir en þar sem að álit þeirra veik hvað mest frá fræðunum var þegar kom að yngri kynslóðunum. Þótti þeim til að mynda lítill munur á stjórnum kynslóð X og kynslóð Y á meðan fræðin telja þær um margt mismunandi og álit þeirra á kynslóð Z var talsvert frábrugðið því litla fræðilega efni sem um hana fannst.
    Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Svölu Guðmundsdóttur, fyrir aðstoðina og þeim aðilum sem veittu viðtöl fyrir að vera opnir fyrir verkefninu og veita mér góðar móttökur.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf-íslenskra-stjórnenda-til-stjórnunar-mismunandi-kynslóða.pdf233.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna