is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21489

Titill: 
  • Hagur allra eða óheillaspor? Upplifun stjórnenda og sérfræðinga á birtingu umsækjendalista í opinberum ráðningum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var skoðuð hver reynsla og viðhorf stjórnenda og sérfræðinga sé til birtingar á umsækjendalistum í opinberum ráðningum. Skoðað var hvort að birtingin hefði fælingarmátt og er spurningunni um hæfni opinberra starfsmanna velt upp í framhaldinu. Gögnum var safnað með hálfopnum djúpviðtölum. Viðmælendurnir voru tólf talsins og starfa sem stjórnendur í stofnunum, ráðuneytum eða sveitarfélögum og sem sérfræðingar í ráðningum og var upplifun þeirra á birtingu umsækjendalista skoðuð. Unnið var úr rannsóknargögnum samkvæmt þremur stigum fyrirbærafræðilegrar aðferðar sem byggist upp á lýsingu, samþættingu og túlkun (Orbe, 1998).
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fælingarmáttur birtingarinnar er mikill og er talið að um 10-35% umsækjenda dragi umsókn sína tilbaka þegar ljóst er að birting muni eiga sér stað. Vert er að benda á að ekki er til samanburðarhæf tölfræði um hversu margir draga umsóknir sínar tilbaka við þessar aðstæður. Sérfræðingar í ráðningum hafa þó tekið saman gögn um þær ráðningar sem þeir hafa unnið að auki þess sem reynsla hinna viðmælendanna styður þessar tölur. Hæfni umsækjenda var dregin í efa hjá stórum hluta viðmælenda. Fram komu áhyggjur viðmælenda á því að hæfir umsækjendur drægju umsóknir sínar til baka þegar ljóst var að birting umsækjendalista yrði að veruleika.
    Hið pólitíska umhverfi var rauður þráður í niðurstöðunum og ljóst er að áhrifum þeirra gætir á öllum stigum ráðninga hjá hinu opinbera eins og skýrt kom fram í niðurstöðunum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study the researcher set out to gain insight into the experience and attitude of managers and professionals concerning display of applicant lists in public employment. The study focused on whether publication of application lists would have repellent effect on applicants and consequently if public employees had the right qualification. Information was gathered with semi-open depth interviews. Interviewers were twelve and are managers in organizations, ministries or municipals and experts in recruitment and their experience on publication of applicant lists probed. Research work was carried out under three levels of phenomenological method based on description, reduction and interpretation (Orbe, 1998).
    Highlights of the study are that publication of applicants’ have repellent effects and it is estimated that about 10-35% of applicants retract their application when it is clear that a disclosure will occur. It is worth pointing out that there are no comparable statistics on how many retract their applications under these circumstances. Experts in recruitments have compiled data on their work plus the experience of the people interviewed supports the figures mentioned here above. The competence of applicants was also questioned by the people interviewed. Concerns were raised regarding that qualified candidates would withdraw their applications when it was clear that publication of the applicant list would come to fruition.
    The political environment was a recurring theme in the study and it is clear that politics influence all stages of recruitment in the public sector, as clearly stated in the results.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_Lokaskjal_Sigríður Pétursdóttirdocx.pdf788.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna