is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21498

Titill: 
  • Virkni skiptibaða, ísbaða og óvirkrar endurheimtar hjá íþróttamönnum eftir æfingar og keppnisleiki
  • Titill er á ensku The effect of contrast baths, icebaths and passive recovery in athletes after training and competition
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þau lífeðlisfræðilegu áhrif sem ísböð, köld böð og skiptiböð hafa á líkamann. Reynt verður að svara þeirri spurningu hvort þessar aðferðir virki og hver þeirra sé best til fallin sem endurheimt fyrir íþróttafólk eftir æfingar og keppnisleiki. Mikið álag getur verið á íþróttamönnum og til þess þeir geti náð sem bestum árangri í sinni íþrótt þurfa þeir á árangursríkri endurheimt að halda. Einnig gagnast það íþróttaþjálfurum og sjúkraþjálfurum að vita hvaða aðferðir eru bestar til endurheimtar hverju sinni og gætu flýtt fyrir bata eftir meiðsli eða komið í veg fyrir álagsmeiðsli. Skimaðar voru 103 heimildir þar sem aðeins 22 uppfylltu sett skilyrði. Samtals voru 4 um ísböð, 9 um köld böð og 9 um skiptiböð. Notast var við ritrýndar rannsóknir, ekki eldri en frá árinu 1999. Ósamræmi er á milli rannsókna hvað varðar hitastig, tíma, mælingar og hversu djúpt einstaklingar voru hafðir í baðinu. Eitt var þó sameiginlegt meðal þeirra allra en það var að allar voru þær á því að meðferðirnar þrjár til endurheimtar (ísböð, köld böð og skiptiböð) væru betri en óvirk endurheimt. Ísböð og köld böð eru aðferðir til endurheimtar sem sýndu góðan árangur sem bráð lausn strax eftir álag. Skiptiböð sýndu aftur á móti góð áhrif sem endurheimt milli æfingarlota til að bæta árangur í seinni lotu. Hugsanlegt er að þessar aðferðir geti komið í stað virkrar endurheimtar en áður en hægt er að staðhæfa slíkt er frekari rannsókna þörf.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis will discuss the physiological effects of icebaths, cold baths and contrast baths on the human body. Attempts will be made to answer the question of whether these methods work and then which one is best for the recovery of athletes after training and competition. The pressure to perform, can weigh heavily on professional athletes. For them to achieve the best possible results in their sport, they need to recover properly after training and competition. A good recovery method also benefits sports coaches and physiotherapists, who need to know which method is the best, at any given time, to speed up recovery after injury or to prevent injuries like stress injuries. There where over 103 papers screened for the purpose of this thesis but only 22 met the set criteria. A total of 4 where on icebaths, 9 on cold baths and 9 on contrast baths. Only peer-reviewed papers were used, not older than 1999. Inconsistencies were between different research in regards to temperature, time and measurement and how deep subjects had to be submerged in the water. They all agreed on that these methods of recovery (icebaths, cold baths and contrast baths) where better than a passive recovery. Icebaths and cold baths are the two methods which showed the best effect as a recovery method immediately after training. Contrast baths, however, showed a good effect on recovery between exercise bouts to improve results in a second bout. Conceivably, these methods could replace the active recovery method, but further research is required in this respect.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð.pdf602.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna