is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21501

Titill: 
  • Starf sjúkraþjálfara með íslenskum íþróttaliðum: Hlutverk, starfsumfang, aðbúnaður og ákvarðanataka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka starf sjúkraþjálfara á Íslandi með íþróttafólki og íþróttaliðum. Fáar rannsóknir hafa farið fram á starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum bæði hér á landi og erlendis. Rannsókn sem þessi getur gefið vísbendingu um hvernig sjúkraþjálfarar á Íslandi haga starfi sínu með íþróttaliðum og íþróttafólki. Lögð var áhersla á viðveru, meðhöndlun, forvarnir, aðstöðu, þjálfun og samskipti.
    Spurningalisti var sendur með tölvupósti til starfandi sjúkraþjálfara í Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi og þriðja og fjórða árs nema í sjúkraþjálfun. Svörun spurningalistans var 64,9%. Við tölfræði úrvinnslu var notast við Kí-kvaðrat og Fisherspróf til að reikna marktækni spurninga sem bornar voru saman. Helstu niðurstöður voru þær að alls sinntu 39% sjúkraþjálfara á Íslandi sjúkraþjálfun íþróttafólks og höfðu 17% sjúkraþjálfara íþróttalið/-fólk í sinni umsjá (þ.e. voru ráðnir til starfa af ákveðnu félagi eða liði). Helsta hlutverk sjúkraþjálfara í keppni var skoðun (95%), greining (95%), meðhöndlun (95%), ráðgjöf (92%), fræðsla vegna meiðsla (92%), undirbúa íþróttamann fyrir keppni (94%) og ákvarðanataka eftir meiðsli (92%). Alls unnu 65% sjúkraþjálfara sjálfir eða í samráði við þjálfara liðsins að forvörnum gegn meiðslum og 40% sjúkraþjálfara komu að þjálfun íþróttaliðs/-manna utan þjálfunar slasaðra íþróttamanna. Alls sögðu 32% sjúkraþjálfara að þjálfarar eða aðrir reyndu að hafa áhrif á ákvarðanatöku sína varðandi slasaða íþróttamenn. Þegar borið var saman starf sjúkraþjálfara hjá körfubolta-, knattspyrnu- og handknattleiksliðum fannst enginn marktækur munur. Með svörun spurningalistans hefur fengist ákveðin mynd af starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum og íþróttafólki á Íslandi sem gefur vísbendingar um starf sjúkraþjálfara á þessu sviði.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to investigate the work of physiotherapists with Icelandic sports teams and athletes, as regards their role, the scope of their work, the facilities at hand, and the decision-making processes of the practitioner. Little research has been conducted on the work of physiotherapists with sports teams and athletes either in Iceland or abroad. Research such as this can give an indication of how physiotherapists in Iceland conduct their work with sports teams and athletes.
    A questionnaire was sent out by e-mail to professional physiotherapists registered with the Icelandic Physiotherapy Association and to students in the third and fourth year of their physiotherapy studies. The response rate was 64.9%. Chi-square and Fisher’s exact test were used in the statistical analysis to evaluate statistical significance. The main results were that 39% of physiotherapists in Iceland worked with athletes, while 17% dealt with teams, i.e. were employed by a sports team or club. The physiotherapists main roles in competition were examination (95%), evaluation (95%), treatment (95%), consultation (92%), education about injuries (92%), preparing athletes for competition (94%) and post-injury decision-making (92%). 65% of physiotherapists worked in injury prevention, while 40% helped to train injured athletes. 32% said that coaches or other individuals had tried to influence their decision about an injured athlete. When comparing the practice of physiotherapists involved in basketball, football and handball, no statistical significance was found. The questionnaire answers received have given us an idea of how physiotherapists work with teams and athletes.

Samþykkt: 
  • 13.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa162.12 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Bríet og Harpa.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna