is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21524

Titill: 
  • Próffræðilegt mat á spurningalista um Húmorstíla (Humor styles questionnaire)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu Humor Styles Questionnaire (HSQ). Þátttakendur voru 1050 notendur Facebook, 887 konur og 163 karlar. HSQ greinir á milli fjögurra húmorstíla einstaklinga, tveir stílar eru taldir jákvæðir húmorstílar (sjálfbætandi og tengjandi húmor) og tveir neikvæðir (sjálfskaðandi og ýgikenndur húmor). Niðurstöður þáttagreiningar bentu til að fjórir þættir gerðu best grein fyrir dreifingu atriða sem er í samræmi við erlenda útgáfu listans. Áreiðanleiki allra þátta var fullnægjandi og meðaltöl karla og kvenna voru áþekk niðurstöðum annarra rannsókna á listanum. Könnuð voru tengsl húmorstíla við sjálfsálit, bjartsýni, lífsánægju og streitu þátttakanda. Gert var ráð fyrir jákvæðum tengslum jákvæðra þátta húmors við sjálfsálit, bjartsýni og lífsánægju en neikvæðum við streitu. Með sama hætti var gert ráð fyrir neikvæðum tengslum neikvæðra þátta húmors við sjálfsálit, bjartsýni og lífsánægju en jákvæðum við streitu og staðfestu niðurstöður þessi tengsl. Almennt séð voru niðurstöður í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna og benda þær til þess að íslensk gerð HSQ-IS sé sambærileg erlendri gerð listans. HSQ er áhugavert mælitæki til rannsókna á húmor þar sem það býður upp á áhugaverða greiningu á milli neikvæðra og jákvæðra eiginleika húmors.

Samþykkt: 
  • 15.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Humor styles questionnaireL.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna