is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21543

Titill: 
  • Mat á miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva eftir fremra krossbandsslit. Jafnlengdarstyrktarmælingar á íþróttafólki eftir endurgerð krossbands í hné með vef úr hálfsinungsvöðva
  • Titill er á ensku Evaluation of the medial and lateral hamstrings after ACL injury. Isometric strength measurements in athletes after ACL reconstruction using a graft harvested from the semitendinosus
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Slit á fremra krossbandi (FK) eru alvarleg og erfið meiðsli og leitast fagaðilar við að finna leiðir til að fyrirbyggja þau, stytta endurhæfingarferli og minnka líkur á endursliti. Algengast er að einstaklingar sem þurfa að ná fullri virkni á ný við krefjandi athafnir, t.d. íþróttafólk, fari í aðgerð þar sem nýtt krossband er búið til úr öðrum vef líkamans. Á Íslandi er algengast að nota vef úr miðlægum aftanlærisvöðva (e. hamstring graft (HG)). Styrkur og virkni aftanlærisvöðva í kjölfar HG aðgerðar hefur töluvert verið rannsakaður en aftur á móti hefur lítið verið rannsakað hvaða áhrif það hefur á sértæka vöðvavinnu miðlæga- og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva til lengri eða skamms tíma.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvastyrk miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva hjá íþróttafólki sem gengist hafði undir HG ígræðslu í kjölfar FK slits. Átján karlar og 17 konur tóku þátt í rannsókninni. Tími frá aðgerð voru 8-104 mánuðir. Þátttakendur komu frá efstu tveimur deildum í knattspyrnu, körfu- og handbolta. Styrktarmælingar fóru fram í KinCom® tæki með inn- eða útsnúning sköflungs til þess að mæla miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva sérhæft. Hámarks jafnlengdarvöðvastyrkur var mældur í sitjandi stöðu, í 40° og 80° hnébeygju. Auk þess svöruðu þátttakendur KOOS spurningalista til mats á hnéeinkennum og færni. Auk t-prófa, var fjölþátta dreifnigreining notuð til þess að reikna tölfræðilegan mun á breytum þátttakenda (skorinn/óskorinn fótleggur, minni/meiri beygja og út/inn snúningur sköflungs) og kynjamun (marktektarmörk við p<0,05).
    Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur voru marktækt sterkari með sköflung í útsnúningi og aðgerðarfótur var ekki jafn sterkur og hinn. Þá fundust marktæk víxlhrif milli stöðu sköflungs milli kynja sem endurspeglaði að karlar voru 12% sterkari í útsnúning en konur aðeins 7% (p<0,05). Marktæk víxlhrif fundust fyrir fótlegg og beygju, milli kynja (p<0,05), sem endurspeglar að bæði kyn voru með veikleika á aðgerðarfæti í meiri hnébeygju (80°) en konur voru þar að auki með veikleika í minni beygju (40°). Enginn marktækur kynjamunur var á undirþáttum KOOS spurningalistans.
    Í ljósi hárrar tíðni endurtekinna meiðsla, benda niðurstöður til þess að huga þurfi betur að því að íþróttafólk nái fyrri styrk aftanlærisvöðva eftir aðgerð af þessu tagi, sérstaklega í meiri hnébeygju. Kynjamunurinn í okkar rannsókn gefur vísbendingar um hugsanlega ástæðu þess að konur eru líklegri til þess að slíta FK aftur. Þörf er á frekari rannsóknum til mats á því hvort hægt sé að gera endurhæfingu sérhæfðari og hvort það fyrirbyggi endurtekna FK-áverka.

  • Útdráttur er á ensku

    A ruptured anterior cruciate ligament (ACL) can be a difficult injury to treat. Professionals try to find new ways to prevent injuries, shorten the rehabilitation period, and minimize the likelihood of recurrence. Individuals such as athletes who need to regain high levels of activity are advised to undergo surgery where a new ACL is reconstructed from the semitendinosus muscle (hamstring graft (HG)). Strength and activity of the hamstrings following such surgery has been researched considerably. There is a lack of evidence, however, with respect to the resulting acute and long-term effects on specific muscle activity in the medial and lateral components of the hamstring muscle.
    The purpose of this research was to evaluate strength of the medial and lateral components of the hamstring muscle in athletes who had undergone reconstructive surgery using a HG graft. Eighteen male and 17 female elite athletes took part in the study. Isometric muscle strength was measured with a dynamometer with the tibia in- or outwardly rotated, in order to test the medial and lateral hamstring components, with the knees flexed to 40° and 80°. Furthermore the participants filled out a questionnaire assessing knee symptoms and function (KOOS). Multivariate analysis was used, as well as t-tests, for the statistical data analysis, and alpha was set at 0.05.
    Our results showed that the operated foot was overall weaker. A significant interaction was found between tibial rotation and gender, reflecting a ratio favoring lateral hamstrings that was slightly greater in males than females. A statistically significant interaction was also found between limb and degree of flexion between genders (p<0.05). Both genders were weaker on the operated side in 80° flexion, but the female athletes also showed weakness in 40° flexion on the operated side. No significant gender difference was found in the KOOS questionnaire results.
    In light of the high number of recurrences of tearing the ACL, the results indicate that steps need to be taken to ensure that the athletes regain their previous hamstring muscle strength following HG surgery, specifically when the knee is in greater flexion. The gender difference may give us clues to why females are at greater risk of an ACL rupture recurrence, but further research is needed to interpret our findings and to evaluate if a more specific rehabilitation program is appropriate.

Samþykkt: 
  • 18.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsFinalKataArni.pdf3.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna