is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21569

Titill: 
  • Verkir og verkjamat hjá einstaklingum með heilabilun á hjúkrunarheimilum: Prófun á mælitækinu PAINAD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Verkir eru algengt og vanmetið vandamál hjá einstaklingum með heilabilun á hjúkrunarheimilum. Tilgangur rannsóknarinnar var að forprófa íslenska þýðingu verkjamatstækisins Pain Assessment in Advanced Dementia (PAINAD) sem var upphaflega þróað til að meta verki hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun.
    Aðferðir: Þátttakendur voru íbúar á hjúkrunarheimili sem greindir höfðu verið með heilabilun. Verkir voru metnir með PAINAD og 11-punkta númerakvarða (Numerical Rating Scale, NRS 0-10) í fernum aðstæðum: I) í hvíld, II) við göngu, III) við færslu og IV) í aðhlynningu. Stig heilabilunar var metin með Mini-Mental State Examination (MMSE) mælitækinu. Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar, sem eru þekktar fyrir að valda verkjum (gigt, nýleg samfallsbrot, nýleg beinbrot, meinvörp í beinum), voru fengnar úr sjúkraskrá. Reiknaðir voru Pearsons fylgnistuðlar milli verkjaskora á PAINAD og NRS og
    T-próf notað til að bera saman verki hjá þeim sem voru með nýleg beinbrot eða sjúkdóma í beinum.
    Niðurstöður: Þrjátíu einstaklingar (19 konur og 11 karlar) tóku þátt, meðalaldur var 84,4 ár (spönn 63-97). Allir þátttakendur voru með væga til alvarlega heilabilun (MMSE meðalskor 15/30, spönn 2-22 stig). Fylgni reyndist milli PAINAD og NRS við allar aðstæður og þeir sem voru með sjúkdómsgreiningar tengda við verki voru með hærra PAINAD skor heldur en þeir þátttakendur sem að ekki voru með þær greiningar.
    Ályktun: Íslenska þýðingin á PAINAD er réttmæt með tilliti til annarra verkjamatskvarða og greinir á milli hópa sjúklinga með sjúkdóma tengda verkjum og þeirra sem að ekki eru haldnir þeim sjúkdómum. PAINAD hefur þannig notagildi til að meta verki hjá einstaklingum með heilabilun sem að eiga erfitt með að tjá sig um verki.
    Lykilorð: Verkir, verkjamat, PAINAD, heilabilun, hjúkrunarheimili, aldraðir.

Samþykkt: 
  • 20.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaeintakPAINADshs,sa.pdf3.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna