is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21582

Titill: 
  • Mat á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun með beinu áhorfi á einum leikskóla vorið 2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun er hegðunarstjórnunarkerfi þar sem æskileg hegðun er aukin á jákvæðan og fyrirbyggjandi hátt, frekar en að brugðist sé við óæskilegri hegðun. Mikilvægt er að grípa sem fyrst inn í óæskilega hegðun barna, þar sem rannsóknir sýna hana geta haft langvarandi skaðleg áhrif á tilfinninga- og félagsþroska. Fylgst var með börnum og kennurum á einum leikskóla þar sem kerfið hefur verið innleitt. Mælingar fóru fram með beinu áhorfi í samverustund, fataklefa, hádegismat, frjálsu vali og nónhressingu á þremur deildum leikskólans, þar sem mælingarmenn skráðu niður hegðun, aðdraganda hennar og afleiðingar. Þátttakendur voru 68 leikskólabörn á aldrinum 2-6 ára og 12 starfsmenn. Niðurstöður benda til þess að starfsmenn leikskólans séu ekki að nýta sér aðferðir heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun til fulls, þar sem jákvæð viðbrögð starfsmanna við jákvæðri hegðun mældust sjaldan. Starfsmenn hundsuðu þó óæskilega hegðun, sem er í samræmi við aðferðir nálgunarinnar, en leiðréttu hana ekki nógu oft. Þau gögn sem hér eru birt eru hluti af stærri langtíma rannsókn, þar sem verið er að mæla áhrif innleiðingarinnar á starfsemi leikskólans.

Samþykkt: 
  • 20.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun með beinu áhorfi á einum leikskóla vorið 2015.pdf490.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna