is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21597

Titill: 
  • Ólögleg vímuefnaneysla meðal íslenskra fanga fyrir afplánun og tengsl AMO við afbrot þeirra og neyslumynstur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skoðuð var tíðni og neyslumynstur íslenskra fanga á ólöglegum vímuefnum áður en þeir hófu afplánun á níu mánaða tímabili frá júli 2012 til apríl 2013. Alls samþykktu 110 (86%) fangar þátttöku. Lagðir voru spurningalistar fyrir þátttakendur um neyslu þeirra á ólöglegum vímuefnum og þær upplýsingar síðan tengdar við afbrotin sem þeir voru að afplána fyrir. Kannabis var mest notaða vímuefnið af þeim vímuefnum sem spurt var um ásamt amfetamíni. Alls 87 þátttakenda (82%) höfðu einhverntíman prufað bæði kannabis og amfetamín en regluleg neysla á kannabis var ívið meiri. Alls 64 þátttakendur (60,4%) sögðust hafa notað kannabis síðustu sex mánuði og 57 (53,8%) sögðust hafa notað amfetamín. Alls 82 þátttakendur (77,4%) höfðu einhverntíman prufað kókaín og 47 (44,3%) sögðust hafa notað það undanfarna sex mánuði. Marktækur munur var á brotaflokkum þar sem þeir sem voru að afplána fyrir fíkniefnabrot og ofbeldisbrot notuðu mest af vímuefnum. Fangar sem skimuðust með AMO notuðu hlutfallslega meira af vímuefnum en þeir sem ekki skimuðust með AMO. Það er mikilvægt að afla upplýsinga um neyslu fanga fyrir afplánun til að geta veitt þeim viðeigandi meðferð. Neysla á vímuefnum, AMO og afbrot virðast tengjast og það má leiða að því líkum að með því að veita föngum meðferð við AMO og vímuefnafíkn mætti draga úr afbrotatíðni og auka möguleika þeirra á að aðlagast samfélaginu að nýju.

Samþykkt: 
  • 21.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólögleg vímuefnaneysla meðal íslenskra fanga fyrir afplánun - Ingi Þór Eyjólfsson 2015.pdf462.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna