is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21645

Titill: 
  • Nærvera í fæðingu. Áhrif stuðnings og snertingar á fæðingarreynslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fæðing er reynsla sem konur um allan heim ganga í gegnum. Fæðingarreynslan er huglæg, persónubundin og oft mjög misjöfn milli fæðinga. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á fæðingarreynslu en þeir sem virðast vega þyngst eru stuðningur, samskipti og samband við maka og meðferðaraðila í fæðingunni.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða stuðning og snertingu í fæðingu og hvaða áhrif það hefur á verki og kvíða í fæðingu og á fæðingarreynslu kvenna. Leitað var heimilda í gegnum gagnagrunnana Google Scholar, ProQuest, Pubmed og Science direct. Heimildarskrár þeirra greina sem höfundar fundu í þessum gagnagrunnum vísuðu oft á aðrar góðar og áhugaverðar greinar eða rannsóknir sem einnig voru notaðar. Teknar voru saman niðurstöður rannsókna og önnur fræðileg þekking um ofangreind viðfangsefni.
    Niðurstöður samantektarinnar leiddu í ljós að stuðningur og snerting hafa mikil áhrif á fæðingarreynslu kvenna. Góður stuðningur frá maka og meðferðaraðila og traust meðferðarsamband er grundvallaratriði fyrir jákvæða fæðingarreynslu. Stuðningur í fæðingu getur verið í formi snertingar eins og nudd, strokur, faðmlög eða kerfisbundnar meðferðir sem ganga út á það að leggja hendur á eða yfir ákveðin svæði til að veita slökun og kvíðastillingu. Kvíði og hræðsla við fæðingu er oft í tengslum við hræðslu við verki í fæðingu. Þessi kvíði getur aukið líkurnar á verkjum í fæðingu og haft neikvæð áhrif á fæðingarreynslu. Viðvera maka í fæðingu hefur mikil áhrif á ánægju foreldra með fæðinguna, þetta á við þrátt fyrir að makinn taki ekki virkan þátt í fæðingunni. Jákvæð fæðingarreynsla getur bætt sjálfsöryggi kvenna eftir fæðinguna en neikvæð fæðingarreynsla getur dregið úr sjálfsöryggi og haft í för með sér ýmsa andlega erfiðleika.
    Það er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að vera meðvituð um jákvæð áhrif stuðnings, snertingar og trausts meðferðarsambands á fæðingarreynslu kvenna. Neikvæð fæðingarreynsla getur haft víðtæk áhrif á fjölskyldur og þess vegna er fyrirbygging neikvæðrar fæðingarreynslu mikilvæg.
    Lykilorð: Fæðingarreynsla, stuðningur, meðferðarsamband, nudd, snerting.

Samþykkt: 
  • 26.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nærvera í fæðingu - Eva Berglind og Sara Ragnheiður.pdf492.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna