is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21655

Titill: 
  • Skaðleg áhrif megrunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita og ofþyngd eru að aukast og einnig átraskanir. Flestir vita hvað megrunarkúrar eru. Mörg börn kynnast því snemma hvað megrun er og algengt er að þau fái upplýsingarnar frá foreldrum, fjölmiðlum og auglýsingum. Þrýstingur frá fjölmiðlum og samfélaginu um að vera grannur eykur líkurnar á að fólk verði óánægt með líkamsform sitt og þyngd, hafi verri sjálfsímynd og reyni að takmarka fæðuinntökuna til að hafa áhrif á þyngdina. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem takmarka fæðu sína eru í aukinni áhættu á að taka svokölluð átköst og verða því þyngri en þeir voru fyrir megrun. Einnig eru auknar líkur á átröskunum þar sem megrun er stór áhættuþáttur.
    Tilgangurinn með ritgerðinni var að gera fræðilega samantekt sem sýnir áhrif megrunar á andlega og líkamlega líðan fólks og hvaða leiðir hægt er að nota til að öðlast heilbrigðara líf án þess að fara í megrun. Heimilda var meðal annars aflað í Pubmed og Science Direct.
    Niðurstöður sýndu að megrun, það er þegar fæðuinntaka er takmörkuð hefur bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar. Jafnframt sýndu niðurstöður að það sem margir telja vera matarfíkn fellur undir greininguna lotuofát samkvæmt DMS-V. Fæðutakmörkun eykur oft löngunina í ákveðna fæðu og því getur megrun haft öfug áhrif, einstaklingurinn borðar meira og þyngist. Skimunarlistar matarfíknar, eins og Yale Food Addiction Scale greina ekki fíkn í ákveðin efni heldur hegðunina í kringum mat eða lotuofát. Með meðferð sem leggur áherslu á sjálfsrækt og jafnvægi er hægt að ná bata án þess að þurfa að vera í fráhaldi frá þeim matartegundum sem talið er að valdi fíkn. Heilsa óháð þyngd er aðferð sem rannóknir hafa sýnt að bæti heilsu fólks án þess að einblína á þyngdina, auknar líkur eru á jákvæðum breytingum til langs tíma. Einnig höfðu hugræn atferlismeðferð og díalektísk atferlismeðferð jákvæð áhrif á batahorfur.
    Lykilorð: offita, lotuofát, átraskanir, fitufordómar, matarfíkn, matarlöngun, afleiðingar fæðutakmörkunar, heilsa óháð þyngd og borða með núvitund.

  • Útdráttur er á ensku

    Obesity and being overweight is becoming more common and so are eating disorders. Most people know what diets are, many children learn at an early age what dieting is and it’s common that they get that information from parents, the media and through advertisements. Pressure from the media and society about being thin increases the likelihood that people become unhappy with body shape and weight, have a worse self-image and try to limit the food intake to affect their weight. It has however been proven that individuals that restrict their food intake are in greater risk of binge eating and of becoming heavier than they were when they started dieting. There are also increased chances of eating disorders because dieting is a big risk factor.
    The purpose of this thesis was to do a theoretical review that shows the effects of dieting on psychological and physical wellbeing of people and the methods available to be healthier without dieting. The main sources used were PubMed and Science Direct.
    The result showed that dieting, i.e. when the food intake is restricted, has both psychological and physical consequences. Furthermore, results showed that what many people believe to be food addiction is actually diagnosed as binge eating according to DMS-V. Food restriction often increases cravings for specific food so dieting can in fact have the opposite affect, the individual eats more and gains weight. Food addiction questionnaires, like the Yale Food Addiction Scale, do not detect addiction to specific substances, but rather the behaviour around food and many individuals that are diagnosed with binge eating disorders believe that they are addicted to food. With treatment that is focused on self empowerment, it is possible to heal without having to avoid the types of food that are believed to cause addiction. Health at every size is a method that research has shown to improve people’s health without focusing on their weight, the chances of positive long term change are greater. Behavioural and cognitive psychotherapy and Dialectical behaviour therapy were also positive in terms of prognosis.
    Key words: obesity, binge eating, eating disorder, fat prejudice, food addiction, food cravings, effects of food restriction, health at every size, mindful eating.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RUTBS-20150526.pdf385.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Rut.pdf424.66 kBOpinnPDFSkoða/Opna