is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2165

Titill: 
  • Íslenskir fréttavefmiðlar, kynjahlutfall og birtingarmyndir kynjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á kynjahlutföll á fréttavefmiðlunum Mbl.is og Visir.is sem eru vinsælustu fréttavefmiðlar landsins. Gengið var út frá myndbirtingum á fréttavefmiðlunum tveimur og fréttaumfjöllun við þær. Gögnum var safnað yfir mánaðartímabil í maí 2008 og lentu 496 myndir og fréttir í úrtakinu, þar af voru 253 myndir af fólki og voru þær greindar eftir stöðu og hlutverkum þátttakenda, efnisflokkum, aldri, klæðaburði og því hvort myndbirtingin tengdist fréttaumfjölluninni. Í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og á fréttavefmiðlum má sjá ólíka umfjöllun um fólk eftir því hvers kyns það er og er hlutfallið milli kynja í fjölmiðlum einnig ójafnt. Þetta hafa rannsóknir á kynjahlutföllum staðfest sem gerðar hafa verið á sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Hinsvegar hefur ekki verið gerð rannsókn á fréttavefmiðlum áður og bætir þessi rannsókn þar úr. Gögnin voru sett í tölfræðivinnsluforritið SPSS og framkvæmdar aðgerðir til að greina kynjahlutföll út frá nokkrum sjónarhornum. Umfjöllunin var sett í fræðilegt samhengi við birtingarmyndir kynjanna og hlutverk fjölmiðla í samfélaginu. Niðurstöður sýndu að heildarkynjahlutfall á Mbl.is og Visir.is er ójafnt eða 22,5% konur á móti 77,5% körlum. Konur birtast oftast í hlutverki dægurstjarna en karlar sem íþróttamenn. Konur eru oftast undir efnisflokknum slúður en karlar í efnisflokknum íþróttir. Kynjahlutfallið á Mbl.is er jafnara en á Visir.is eða 72% karlar á móti 28% konum en munurinn á Visir.is er 82% karlar og 18% konur. Þegar efnisflokkarnir slúður og skemmtiefni/afþreying voru teknir út hjá báðum kynjum er kynjahlutfallið á fréttavefmiðlunum Mbl.is og Visir.is 85,8% karlar og 14,2% konur.

Samþykkt: 
  • 3.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristin_Asa_Einarsd_fixed.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna