is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21666

Titill: 
  • „Það var bara að bjarga hlutum og hamast.“ Rannsókn efnismenningar á ögurstundu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um Vestmannaeyjagosið sem hófst í janúar 1973 og íbúana sem upplifðu hörmungarnar sem dundi þá yfir. Megináhersla ritgerðarinnar er saga brottfluttra Eyjamanna úr gosinu og snýr aðallega að efnislegum hlutum og merkingu þeirra í náttúruhamförum. Ritgerðin byggist á eigindlegum viðtölum við einstaklinga sem búsettir voru í Vestmannaeyjum á meðan gosið stóð yfir og gerð grein fyrir ákveðnum munum í lífi þeirra ásamt því að tengja rannsóknina við helstu hugtök efnismenningar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er svohljóðandi „Hvernig birtist mikilvægi efnismenningar á ögurstundu?“. Með viðtölum, gögnum og heimildarvinnu er varpað ljósi á efnismenningu í lífi fólks og hvernig efnislegir hlutir breytast yfir í að vera persónulegir munir einstaklinga. Í niðurstöðum mínum komst ég að því að hlutir geta mótað ýmis félagsleg og tilfinningaleg tengsl milli einstaklinga og efnislegra hluta þegar ógn stafar að. Mikilvægi hluta fer vaxandi með tímanum þar sem eftir situr minningin um gamlar stundir og tíma.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Íris.pdf470.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna