is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21683

Titill: 
  • „Hann kom bara og fór eins og farfuglarnir...“ Frásagnir af „flakkara“ og samfélagi á 20. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um sérstakan mann, Sigurvin Guðmundsson og samfélagið sem hann hrærðist í. Sigurvin Guðmundsson, yfirleitt kallaður Siggavin, var „ekki eins og fólk er flest“ og þurfti að feta sér braut í samfélaginu á öðrum forsendum en aðrir. Samfélagið þurfti einnig að laga sig að Siggavini og markaði það djúp spor í minningum þeirra sem umgengust hann mest. Rannsóknarefni ritgerðarinnar er viðmót og viðtökur samfélagsins við Siggavini og hvernig þær endurspeglast í frásagnarmenningu þess, bæði á þeim tíma sem Siggavin var uppi sem og í dag.
    Ritgerðin skipist í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn snýr að rannsókninni sjálfri, aðferðafræði og kynningu á viðmælendum. Tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga sem allir höfðu kynnst Siggavin til lengri eða skemmri tíma. Annar kafli fjallar um Siggavin sem einstakling, lífsskeið hans, persónuleika og störf. Í þriðja kafla eru upplýsingarnar úr viðtölunum greindar og rannsóknarspurningu ritgerðarinnar svarað. Þar kemur fram að Siggavin hafi verið flakkari á 20. öld og einstaklingur á jaðri samfélagsins. Siggavin mætti mikilli góðvild frá þeim samfélögum sem hann tilheyrði og úr sögunum um hann má greina umburðarlyndi í hans garð og þolinmæði gagnvart hans skerðingu. Einnig má greina ákveðna spennulosun sem endurspeglast í gamansamri en hlýlegri frásagnarmenningu.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.ÁRG.pdf732.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna