is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21686

Titill: 
  • Ignimbrítmyndanir frá Húsafellseldstöðinni. Hegðun flóðs og lega misgengja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í efstu 1000 metrum í jarðlagastafla Húsafellseldstöðvarinnar hafa fundist þrjár ignimbrítmyndanir. Neðsta myndunin, Hraunfossaignimbrítið er tekið fyrir í þessu verkefni. Tvær opnur voru rannsakaðar, annars vegar við Hvítá á móts við Hraunfossa og hins vegar við Ásgil, litlu vestar. Með því að greina útlit, lögun, magn og uppruna korna eru einstök lög tengd milli opnanna. Minnsta fjarlægð á milli opnanna er um 300 metrar og hæðarmunur 10 metrar. Eitt og sama ignimbrítlagið er til staðar í báðum opnunum en er ill- rekjanlegt vegna eyðu sem liggur á milli þeirra. Gjóskufall sem sést við Ásgilsopnu er ekki sjáanlegt við Hraunfossaopnu. Auk greinilegra veikleika á yfirborði styðja hæðarmunur og takmörkuð útbreiðsla laga hugmyndir um misgengi á svæðinu. Misgengi þessi liggja annars vegar samsíða Ásgili, í norður-suður stefnu, og hins vegar samsíða farvegi Hvítár, í austur-vestur stefnu, þ.e.a.s. bæði þvert á og samsíða jarðlögum. Lóðréttar og láréttar breytingar í lögunum endurspegla hegðun gjóskuflóðsins. Með því að taka tillit til jarðlagahalla má fá nokkuð samfellt snið í gegnum opnuna við Hraunfossa. Neðri lagmót við bólstraberg í Hraunfossaopnu renna stoðum undir þá hugmynd að gjóskufall sem sést í Ásgili hafi sest til ofan þykka ignimbrítsins. Í flestum tilfellum sýna vikurkornin öfuga lóðgreiningu en vikur flýtur gjarnan upp í minni skerspennu á meðan bergbrot sökkva vegna mikils eðlismassa.

  • Útdráttur er á ensku

    The uppermost 1000 meters of the lava pile around Húsafell central volcano are comprised of three silicic phases. This paper describes the first silicic phase, the Hraunfossar ignimbrite. Two sections were studied, one by Hvítá river against Hraunfossar and another by Ásgil, slightly further to the west. By analyzing appearance, shape and nature of the deposits, layers are correlated between sections. The least distance between sections is about 300 meters and elevation difference is 10 meters. The same ignimbrite layer is present in the two sections but is physically separated because of a fault that cuts through the topography. Air fall deposit is found in the Ásgil section but not in the Hraunfossar section. Distinct lineaments in the landscape, elevation difference and limited distribution of formations supports ideas of faults in this area. They seem to lie both parallel to Ásgil and the channel of Hvítá river and therefore both perpendicular and parallel to the dip of the lava pile. Vertical and horizontal changes reflect the behavior of the pyroclastic flow. By taking into consideration the dip of the lava pile, a composite cross section is made from the Hraunfossar section. Lower contact with pillow lava supports the idea that the ash cloud, which is seen in the Ásgil section, lies above the thick ignimbrite layer. In most cases the lithic grains show reverse grading but pumice floats up against less shear stress while lithic fragements sink because of greater density

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ignimbritmyndun_uth11.pdf20.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna