is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21689

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð: Hvernig upplifa höfuðborgarbúar af landsbyggðinni upprunastað sinn og borgarsamfélagið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um íbúa af landsbyggðinni, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og hvernig þeir upplifa sig sjálfa innan höfuðborgarsamfélagins. Jafnframt er skoðað hvernig þeir líta til baka á uppruna sinn og hvernig það einkenni endurspeglast í sjálfsmynd þeirra. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga á aldrinum 25 - 30 ára og aðra þrjá einstaklinga á aldrinum 85 - 95 ára, sem allir ólust upp á landsbyggðinni en fluttu til borgarinnar á aldrinum 16-20 ára. Ástæðan fyrir því að þessir ólíku aldurshópar urðu fyrir valinu var að rannsakandi vildi athuga hvort einhvern mun gæti verið að finna á upplifun þessara tveggja kynslóða. Hóparnir fluttu á ólíkum tímum til höfuðborgarinnar og talsverðar breytingar hafa orðið á samfélagsgerðinni. Því var athyglisvert að bera upplifun þeirra saman.
    Í ritgerðinni eru frásagnir viðmælenda túlkaðar af rannsakanda og auk þess greindar í ljósi ýmissa kenninga, sem fjalla m.a. um sjálfsmynd, samvitund hópa og heimili. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að æskuslóðir viðmælenda skipta þá miklu máli þrátt fyrir að þeir hafi búið stóran hluta ævinnar í höfuðborginni. Því lögðu flestir þeirra áherslu á að heimsækja þær reglulega. Allir viðmælendur skilgreindu sig út frá upprunastöðum sínum og átti það einkenni töluverðan hlut í sjálfsmynd þeirra. Samt sem áður upplifði meirihluti þeirra líkt og þeir tilheyrðu ekki samfélagi æskuslóðanna að fullu og sömu sögu mátti segja um upplifun þeirra á sjálfum sér í höfuðborgarsamfélaginu. Viðmælendur höfðu því þurft að tileinka sér sveigjanlega sjálfsmynd sem féll að þessum tveimur samfélögum, eftir því sem við átti hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð Dýrfinna Guðmundsdóttir.pdf673.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna