is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21732

Titill: 
  • „Ég elska hann en hata hann samt”: Rannsókn á efnismenningu farangurs bakpokaferðalanga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um þá hluti sem bakpokinn geymir í bakpokaferðalögum, hvers vegna hlutirnir eru valdir og hvernig þeir nýtast. Unnið er úr eigindlegum viðtölum við fjóra fyrrum bakpokaferðalanga, ásamt spurningalista sem sendur var til núverandi bakpokaferðalanga. Einnig er stuðst við aðsendar myndir frá einstaklingum á bakpokaferðalögum. Auk þess er notast við rannsóknir og kenningar fræðimanna á hinum ýmsu sviðum rannsókninni til stuðnings.
    Bakpokinn sem ferðalangarnir bera í nokkra mánuði hefur áhrif á daglegt líf þeirra meðan á ferðinni stendur. Það myndast tilfinningaleg tengsl við bakpokann um leið og hann sér ferðalöngunum fyrir ýmsum nauðsynjum eins og klæðnaði og hreinlæti. Ég mun skoða hvaða nauðsynjar bakpokinn geymir og hvernig það hefur áhrif á líf bakpokaferðalanga. Það eru fjórir þættir sem helst ber að nefna er það hreinlæti, fatnaður, minjagripir og tæki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að plássið í bakpokanum hefur áhrif á val þeirra hluta sem fara með í ferðalagið. Til dæmis fá aðeins mikilvægustu hreinlætisvörur að fylgja með ofan í bakpokann. Hreinlætið er hluti af daglegu lífi vesturlandabúa og þörfin á þrifnaði breytist lítið á bakpokaferðalögum. Fatnaðurinn segir hver einstaklingurinn er og veitir honum yl. Þá er notagildi og þægindi eru meginástæður fyrir fatavali bakpokaferðalangsins. Þegar keypt eru ný föt skiptir það hann máli að þau séu einkennandi fyrir staðinn og eru því um leið minjagripir. Það er mikilvægt fyrir bakpokaferðalanginn að koma heim með hluti sem minna á ferðir hans og athafnir. Að lokum er það mikilvægasti farangur nútíma bakpokaferðalangs er tækni, svo sem snjallsíminn sem fylgir honum hvert fótspor. Hún litar líf bakpokaferðalangsins, aðstoðar hann við leit að nýjum ævintýrum og er tenging hans heim. Bakpokinn hefur því ýmislegt að geyma þrátt fyrir að vera ekki stór.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmu skil.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KarenÖsp.pdf397.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF