is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21742

Titill: 
  • Áhrif ADHD einkenna hjá börnum með ASD á aðlögunarfærni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eldri útgáfur greiningarkerfa þroska- og geðraskana útilokuðu greiningu á ADHD ef að einhverfurófsröskun væri til staðar, þar til að núverandi útgáfa bandaríska flokkunarkerfisins, DSM-5, var gefin út. Í eftirfarandi rannsókn var athugað hver áhrif ADHD einkenna væri á aðlögunarfærni barna með greiningu á einhverfurófi, og hvort fleiri ADHD einkenni hefðu meiri áhrif. Þátttakendur voru 62 börn á aldrinum 13-17 ára sem greindust með einhverfurófsröskun á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Áhrif ADHD á aðlögunarfærni voru metin með aðfallsgreiningu.
    Niðurstöður sýndu að þau börn sem einnig voru með ADHD einkenni mældust með marktækt lægri frammistö!u á kvörðunum boðskipti og félagsleg aðlögun á Vineland Adaptive Behavior Scale en þau sem einungis höfðu einhverfurófsröskun. Eftir því sem ADHD einkennin verða fleiri því meiri skerðing á sér stað í boðskiptum og félagslegri aðlögun.
    þessar niðurstöður benda til þess að ADHD einkennin valdi aukinni skerðingu í aðlögunarfærni og er því nauðsynlegt að greina einkenni ADHD samhliða einhverfurófsröskun svo hægt sé að beita viðunandi meðferð og þar með reyna að bæta þroska og lífsgæði barnsins.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif ADHD einkenna á aðlögunarfærni barna með ASD.Hjálmdís.pdf620.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna