EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2175

Title
is

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum

Abstract
is

Í þessu lokaverkefni til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu er kannað hvernig Landsaðgangur um rafræn gagnasöfn og tímarit á Íslandi hefur þróast og hverjar framtíðarhorfurnar eru.
Landsaðgangurinn er verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins um kaup á að¬gangi að rafrænu efni fyrir Íslendinga. Bókasöfn landsins greiða fyrir aðganginn að mestu leiti en ráðuneytið tekur þátt í greiðslunum auk þess að greiða fyrir rekstur og um-sýslu sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sér um. Erlendis hafa bókasöfn eða opinberir aðilar stofnað samlög um kaup á aðgangi að slíku efni en mark-aður fyrir rafrænar upplýsingar hefur tekið gríðarlegum breytingu á síðustu árum.
Í rannsókninni var Landsaðgangurinn skoðaður út frá kenningum um þróun skipulagsheilda og lífshlaup þeirra og með umhverfislegri nálgun. Til þess að fá fram hugmyndir um hvernig skuli staðið að málum í nánustu framtíð og ákvarða á hvaða skeiði í lífshlaupinu Landsaðgangurinn er nú, var gerð eigndleg rannsókn. Gögn frá honum og um hann voru skoðuð og greind og tekin voru viðtöl við meðlimi innkaupanefndar fyrir Landsaðganginn. Nefndin hefur það hlutverk að velja efni sem keyptur er aðgangur að og sjá um skiptingu á kostnaði milli bókasafnanna.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að vilji sé til halda verkefninu áfram. Landsaðgangurinn hefur náð að þróast sem skipulagsheild, frumstig og bernska eru að baki og hann er nú á þróunar- eða vaxtaskeiði. Allar forsendur eru til þess að hann færist af þróunarskeiði yfir á þroskaskeið en á því skeiði er skipulagsheildin fullmótuð og starfar af mestum krafti. Til þess að það megi verða þarf að styrkja hann sem skipulagsheild, ná betri tengingu við um¬hverfið, móta skýra stefnu og gera alla framkvæmd skilvirkari og markvissari.

Accepted
07/04/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Landsaðgangur að r... .pdf899KBOpen Complete Text PDF View/Open