is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21765

Titill: 
  • Líkamsrækt á meðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknaráætlun er unnin sem lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn með henni er að afla fræðilegra upplýsinga um áhrif líkamsræktar á meðgöngu og hvaða viðhorf og þekkingu þungaðar konur hafa á henni. Í framhaldi af fræðilegri umfjöllun verður lögð fram rannsóknaráætlun fyrir rannsókn sem á að kanna hve hátt hlutfall íslenskra kvenna stunda líkamsrækt, hvað það er sem hvetur eða letur þær til að stunda líkamsrækt og að meta þörf á fræðslu sem konur fá frá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.
    Líkamsrækt á meðgöngu hefur margvísleg góð áhrif á þungaðar konur. Hún getur minnkað líkur á ýmsum mögulegum fylgikvillum meðgöngunnar svo sem stoðkerfisverkjum, meðgöngusykursýki og meðgöngueitrun. Líkamsrækt getur einnig bætt andlega líðan og svefn kvenna á meðgöngu. Margar konur hætta að stunda líkamsrækt á meðgöngu og eru helstu hindranirnar óþægindi tengd meðgöngu, þekkingarskortur og tímaleysi. Með fræðslu og hvatningu frá hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum til þungaðra kvenna væri hægt að vinna á hindrunum og mögulega fjölga konum sem stunda líkamsrækt á meðgöngu.
    Í rannsókninni verður notuð megindleg aðferðafræði þar sem spurningalistar verða sendir til þungaðra kvenna í eðlilegri meðgöngu gengnar lengra en 34 vikur. Telja höfundar að með því að þekkja betur stöðu íslenskra kvenna, hvað hvetur þær áfram og hver þörfin er á fræðslu væri hægt að sníða gagnreynda fræðslu að þörfum íslenskra kvenna og samræma hana á milli heilsugæslustöðva um land allt.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis towards a B.S. degree in nursing from the University of Akureyri. The aim of the research proposal is to gather evidence based information on the effect of physical activity during pregnancy as well as information on pregnant women’s beliefs and knowledge on the subject. Following the literal review the research proposal will be presented, the purpose of the research is to gather information and explore how many Icelandic women exercise during pregnancy, what encourages them to do so and evaluate the need for education from nurses and midwives.
    Physical activity during pregnancy can provide a multitude of benefits for pregnant women. Physical activity can reduce pain, prevent gestational diabetes and pre-eclampsia. Physical activity can improve psycholigcal well being and help with sleep disturbance. Many women stop exercising when they get pregnant and the most common barriers are pregnancy-related problems, lack of knowledge and time. With education and encourage from nurses and midwives it may be possible to overcome these barriers and possible increase the number of pregnant women who exercise during pregnancy.
    A quantitative study will be made, questionnaires will be sent out to all pregnant women that have reached the minimum of 34 weeks of pregnancy. Authors assume that a better understanding of Icelandic pregnant women’s behaviours and the factors that may encourage them are essential when planning health promotion and evidance based education towards pregnant women.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsrækt á meðgöngu loka.pdf445.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna