is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21771

Titill: 
  • Mat á eigin iðju : færni og gildi karla á aldrinum 45-66 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Færni segir til um það að hve miklu leiti maður getur haldið iðjumynstri og tekið þátt í iðju sem endurspeglar manns eigið iðjusjálf. Gildi merkir það sem er mikilvægt fyrir einstaklinginn að geta gert og gefur iðju merkingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvaða áhrif skerðingar og sjúkdómar hafi á færni karla við iðju og gildi iðju fyrir þá. Eftirfarandi rannsóknarspurningar leiddu rannsóknina: 1). Hvernig meta karlar á aldrinum 45-66 ára færni sína og gildi samkvæmt matstækinu Mat á eigin iðju? 2). Hver er munurinn á færni karla sem eru að koma inn til endurhæfingar og annarra karla á svipuðum aldri? 3). Hver er munurinn á gildum karla sem eru að koma inn til endurhæfingar og annarra karla á svipuðum aldri? Til að svara spurningunum var gerð var megindleg lýsandi samanburðarrannsókn þar sem færni við iðju og gildi hennar voru skoðuð. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Í tilraunahópnum voru 20 karlar sem voru að hefja markvissa endurhæfingu vegna færniskerðingar og í samanburðarhópnum aðrir 20 sem ekki voru í þeirri stöðu. Færni og gildi voru mæld með matstækinu Mat á eigin iðju (Occupational Self-Assessment (OSA)). Niðurstöður leiddu í ljós að þeir karlar sem voru að hefja endurhæfingu mátu færni sína marktækt lægra en karlar í samanburðarhópnum. Jafnframt mat tilraunahópur mikilvægi/gildi matsatriða hærra en samanburðarhópur. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar var munurinn á færni hópanna mestur í atriðunum „vinna í átt að markmiðum mínum“, „koma í verk því sem ég þarf að gera“, „ráða líkamlega við það sem ég þarf að gera“ og „sjá um staðinn þar sem ég bý“. Mesti munurinn á milli hópana hvað varðar gildi var í atriðunum „slaka á og eiga góðar stundir“, „hafa venjur (rútínu) sem ég er sátt/ur við“ og „ráða líkamlega við það sem ég þarf að gera“. Þetta bendir til að fólk sem er að takast á við færniskerðingu sjái lífið á annan hátt ásamt því að líklegt er að skert færni dragi úr sjálfstrausti og trúnni á eigin áhrifamátt. Einnig gefur rannsóknin vísbendingar um að þegar fólk á erfitt með ákveðin atriði í lífi sínu virðast þau fá aukið gildi. Mikilvægt er því fyrir iðjuþjálfa sem og aðrar stéttir innan endurhæfingar að hafa þessar vísbendingar í huga í þjónustu við skjólstæðinga sína.

  • Útdráttur er á ensku

    Occupational competence influences how well people can maintain their occupational habits which in turn reflect a person´s occupational identity. An occupational value means what a person´s sees as important to do and giving meaning to occupation. This research project aims to determine the effects of a health condition or long-term illness on males’, in terms of occupational competence, and values. Three research questions were proposed: 1). How do males, 45-66 years of age, evaluate their occupational competence, and the value of occupation measured by the Occupational Self Assessment? 2). What is the difference, in terms of occupational competence, between males entering a rehabilitation program and other males, at similar age? 3). What is the difference, in terms of occupational values, between males entering a rehabilitation program and other males, at similar age? To answer these questions, a quantitative, descriptive, comparative study was conducted where occupational competence and values were examined in a convenience sample. The experimental group consisted of 20 males, entering a rehabilitation program, and the control group of 20 males who were not in that situation. Occupational competence and values were measured with the Occupational Self Assessment (OSA). The results showed that the males beginning a rehabilitation program evaluated their occupational competence significantly lower than the males in the control group. Furthermore, the experimental group evaluated the value of occupation significantly higher than the comparison group. Further analysis of the results showed the most difference on the competence scale to be on the item “working towards my goals”, “getting done what I need to do”, “physically doing what I need to do”, and, “taking care of the place I live”. The largest difference on the value scale was on the item “relaxing and enjoying myself”. The results point to that dealing with some kind of a health problem or impairment not only affects people´s occupational competence, but also how they look at and value their lives. This is of importance for occupational therapists and other professionals within the field of rehabilitation to consider when working with clients.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.5.2023.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágrip og Abstract - lokaútgáfa.pdf158.07 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit - lokaútgáfa.pdf87.17 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá Lokaútgáfa.pdf176.11 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Mat á eigin iðju Færni og gildi karla á aldrinum 45-66 ára. Lokaútgáfa..pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna