is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21807

Titill: 
  • Að hafa margt fyrir stafni : hlutverk, gildi og iðjumynstur háskólanema með fjölskyldur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það verður sífellt algengara að fólk stundi nám á öllum aldri óháð fjölskylduhögum og búsetu. Margar ástæður liggja að baki en einna helst má nefna aukna möguleika til fjarnáms og sveigjanleika í námi. Þessari þróun ber að fagna því jákvæð áhrif menntunar eru óumdeild bæði á hagi einstaklinga í starfi og leik og fyrir samfélagið sem heild. Aukinni menntun fylgja þó áskoranir af ýmsum toga. Hér vegast annars vegar á skyldur fjölskyldulífs og vinnu og hins vegar kröfur nútímans um iðkun áhugamála og ræktun hugans. Í þessu lokaverkefni eru skoðuð hlutverk, gildi og iðjumynstur námsmanna i háskóla. Eftirfarandi spurningar voru hafðar að leiðarljósi: (1) Hvaða hlutverkum gegna háskólanemar með fjölskyldur í dag, hvaða hlutverkum gegndu þeir í fortíðinni og hvaða hlutverkum reikna þeir með að gegna í framtíðinni? (2) Hvert er persónulegt gildi þeirra hlutverka sem háskólanemar með fjölskyldur gegna? (3) Hvað einkennir iðjumynstur háskólanema? (4) Hversu sáttir eru háskólanemar með iðjumynstur sitt? (5) Hvernig meta háskólanemar með fjölskyldur heilsu sína og álagið sem þeir eru undir? Til að svara rannsóknarspurningunum voru notuð tvö mælitæki, Hluverkalistann (e. Role Checklist) og Iðjuhjólið (e. Activety Wheel) ásamt viðbótarspurningum um álag, heilsu og ánægju með iðjumynstur. Rannsóknin var megindleg og þátttakendur voru 40 háskólanemar með fjölskyldur. Helstu niðurstöður voru þær að háskólanemarnir gegna að mestu leyti sömu hlutverkum nú og áður. Allir sögðust gegna núna hlutverkunum, fjölskyldumeðlimur og þátttakandi í heimilishaldi, gerðu það einnig í fortíðinni og reikna með að gera slíkt í framtíðinni. Þau hlutverk sem höfðu mest gildi fyrir nemana voru að vera umsjáraðili og fjölskyldumeðlimur. Einn nemandi taldi nemahlutverkið dýrmætast. Það sem einkenndi iðjumynstur háskólanema var minni vinna um helgar en á virkum dögum en meiri leikur og samvera með fjölskyldunni. Þeir töldu sig nota álíka mikinn tíma í eigin umsjá á virkum dögum og um helgar, en verja helmingi meiri tíma í nám virku dagana. Háskólanemar voru tiltölulega sáttir við iðjumynstur sitt bæði á virkum dögum og um helgar. Rúmlega helmingur mat heilsu sína góða þó þeir teldu sig vera undir miklu álagi.

  • Útdráttur er á ensku

    It is increasingly common for people to study at any age regardless of family circumstances and residence. Many reasons have caused this development and they primarily reflect increased opportunities for distance learning and other flexible learning methods. The effects of education are undisputable positive both regarding the individual’s work and play, and for the society as a whole. Increased education follows, however, challenges of various sorts. In this respect, responsibilities relating to family and work must be weighed against demands of most people to have time for leisure activities and personal interests. In this research project the roles, values and occupational patterns of students with families are examined. The following questions were posed: (1) Which are the roles of university students with families today, what roles did they perform in the past and what roles do they expect to play in the future? (2) What is the personal value of these roles for university students with families? (3) What characterizes the occupational pattern of university students with families? (4) How satisfied are university students with their occupational patterns? (5) How do university students with families consider their health and the pressure they are under? To answer these questions two instruments were used, Role Checklist and the Activity Wheel, with supplementary questions on stress, health and satisfaction with occupational patterns. The study was quantitative in nature and participants were 40 university students with families. Main results were that university students perform mostly the same roles now as they did before. All had a family role and participated in household activities in the past and present and assumed doing so in the future. The roles that the participants considered of most value were to be a caretakers and a family member. One student thought the role of being a university student to be of most value. The participants worked less on weekends than during weekdays but spent instead more time with the family. They spent about same amount of time on personal activities during weekdays as in weekends but, studies more on weekdays. The students were relatively satisfied with their occupational patterns, both during weekdays and weekends and more than half of the study sample considered their health being good despite feeling being under a significant pressure.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að hafa margt fyrir stafni.pdf907.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna