is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21810

Titill: 
  • Við eigum von á barni : upplifun feðra af meðgöngu : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þátttaka feðra í barneignarferlinu hefur aukist undanfarin ár og því vert að athuga betur þeirra sjónarmið. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að kanna hver upplifun feðra er af meðgöngu bæði út frá þeim rannsóknum sem til eru um efnið og með gerð áætlunar fyrir rannsókn á upplifun íslenskra feðra af meðgöngu. Rannsóknarspurningin er „hver er upplifun feðra af meðgöngu“.
    Í fyrirhugaðri rannsókn verður notast við fyrirbærafræðilega nálgun þar sem tekin verða viðtöl við feður um upplifun þeirra af meðgöngu. Þátttakendur verða um tíu talsins og tekin verða eitt til tvö viðtöl við hvern viðmælenda. Framkvæmd rannsóknarinnar verður unnin eftir aðferðafræði Vancouver skólans sem hentar til rannsókna á mannlegri reynslu.
    Rannsóknir sýna að upplifun feðra af meðgöngu er margvísleg og hefur hún áhrif tilfinningalega, andlega, félagslega og líkamlega. Meðgangan táknar tíma mikilla umbreytinga í lífi verðandi feðra en oft fá þeir ekki þann stuðning, fræðslu og athygli sem þeir þurfa á að halda. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að veita verðandi feðrum athygli og telja þá með í meðgönguverndinni. Með því er hægt að veita þeim bestu mögulegu þjónustu sem völ er á og reyna þannig að hafa jákvæð áhrif á upplifun þeirra.
    Niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar munu vonandi dýpka skilning á upplifun feðra af meðgöngu og nýtast við þróun heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi foreldra. Einnig mun rannsókn af þessu tagi nýtast sem undirstaða fyrir frekari rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years expectant fathers’ participation during the childbearing process has increased. Therefore making their point of view worthy of further examination. The purpose of the proposal is to explore the experiences of expectant fathers of pregnancy by looking into earlier research on the topic and by designing a research to examine the same in Iceland. The research question is “what are fathers’ experiences of pregnancy?”
    The proposed research will be conducted using a phenomenological research method. New fathers will be interviewed and asked about their experience of pregnancy. Roughly 10 fathers will be interviewed once or twice. The research will be executed following the instructions of the Vancouver school of methodology, which is well suited for research on human experiences.
    Research has shown that pregnancy affects fathers in different ways emotionally, psychologically, physically and socially. It is a time of great change in the life of expectant fathers but often they do not receive the support, education and attention they need. It is important for nurses and midwives to give attention to expectant fathers and to include them in antenatal care. By doing so they can give fathers the best possible care and contribute to their experience in a positive way.
    The findings of the proposed research will hopefully give an enhanced understanding of expectant fathers‘ experience of pregnancy and be utilized in development of healthcare for expectant parents. A study of this kind will be a useful grounding for further research.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UpplifunFeðraSkemman.pdf457.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna