is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21817

Titill: 
  • Titill er á ensku Investigating the relationship between overweight and disordered sleep in pre-school children, parental negative emotional state and marital status
  • Athugun á tengslum þyngdar hjá 4-5 ára börnum við svefnvanda þeirra og við einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og hjúskaparstöðu foreldra
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl þyngdar hjá 4-5 ára börnum við svefnvanda þeirra og við einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og hjúskaparstöðu foreldra. Ofþyngd barna er sívaxandi heilsufarsvandamál og á sama tíma hefur svefnlengd barna styst en ófullnægjandi svefn barna er talinn sérstakur áhættuþáttur fyrir ofþyngd síðar meir á ævinni. Tengsl einkenna þunglyndis, kvíða og streitu foreldra við ofþyngd og svefnvanda barna hefur ekki verið kannað áður hér á landi. Einnig var hjúskaparstaða könnuð sérstaklega. Úrtakið samanstóð af 916 foreldrum og 4-5 ára börnum þeirra af leikskólum á landinu öllu. Svefnvandi barna var metinn með þýddu útgáfunni af CSHQ (Children’s Sleep Habit Questionnaire) en einkenni þunglyndis, kvíða og streitu hjá foreldrunum voru metin með DASS (Depression, Anxiety, Stress Scale). Niðurstöður gáfu til kynna að um helmingur barna var yfir viðmiðunarskori (41) fyrir svefnvanda. Börn yfir 85. hundraðsröð miðað við zBMI (Body Mass Index) voru með hærra skor á CSHQ en börn sem voru undir 85. hundraðsröð og áttu mæður sem voru með meira þunglyndi heldur en börn sem voru undir 85. hundraðsröð í zBMI. Þegar hjúskaparstaða var skoðuð bentu niðurstöður til þess að feður sem voru fráskildir/einstæðir ættu börn með meiri svefnvanda en þeir feður sem voru í sambúð/hjónabandi og voru einnig með meira þunglyndi, kvíða og streitu heldur en þeir feður sem voru í sambúð/hjónabandi. Rannsóknin hafði nokkra veikleika og ber helst að nefna stærra hlutfall mæðra en feðra í rannsókninni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að hlúa þurfi að svefnvenjum barna, sérstaklega þeirra sem þyngri eru. Einnig þarf að huga að tilfinningalíðan mæðra sem eiga börn með svefnvanda. Einnig sýndi rannsóknin að hlúa þurfi vel að fráskildum/einstæðum feðrum þegar kemur að eigin tilfinningalíðan og að svefnvenjum barna þeirra en þessir þættir geta tengst og spilað saman í víxlverkun.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Research on the relationship between children‘s weight, their sleep habits and parents‘negative emotional state is scarce, especially when considering single parenthood. The purpose of this study was to investigate the relationship between overweight and disordered sleep in pre-school children, parental negative emotional state and marital status.
    Methods: Icelandic preschool children (n=916) participated in a nationwide study on children‘s and parents‘ health. Study measures included self reported parents‘ weight and height and the DASS (depression, anxiety, stress) scale. Parents reported on their children‘s height and weight as well as their children‘s sleep habits as measured with the CSHQ (Children‘s Sleep Habit Questionnaire).
    Results: Parents‘negative emotional state and children‘s sleep disorders did not predict children‘s zBMI. Children above the zBMI 85th percentile had higher CSHQ scores than children below the zBMI 85th percentile. Children above the zBMI 85th also had mothers with higher BMI and mothers with more depression than children below the zBMI 85th percentile. Single/divorced fathers had higher DASS scores (especially depression) than fathers in a relationship/married. Single/divorced fathers also had children with higher CSHQ scores than fathers in a relationship/married.
    Conclusions: In this study, the children above the zBMI 85th percentile had poorer sleep habits than children below the zBMI 85th percentile. Also, children above the zBMI 85th percentile have mothers with more depression than children below the zBMI 85th percentile. Single fathers may be vulnerable to their children‘s sleep disorders and may be coping poorly emotionally.
    Keywords: zBMI, preschool, parents‘negative emotional state, sleep, marital status.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
cand_pscyh_inngangur_og_greinin_loka.pdf295.38 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF