is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21833

Titill: 
  • Velferð raflausnarbíla hjá Alcoa Fjarðaráli : innleiðing og ávinningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er leitast við að svara því hver er ávinningur af innleiðingu á velferð búnaðar fyrir raflausnarbíla Fjarðaáls og með hvaða hætti væri skynsam-legt að innleiða þessa aðferðafræði. Lögð var fyrir spurningakönnun sem starfs-fólk kerskála svaraði. Með því fengust mikilvæg gögn sem koma til með að móta hvernig verði staðið að innleiðingu á velferð búnaðar. Velferð búnaðar er þýðing Alcoa á autonomous maintenance. Í bók Iðntæknistofnunar TPM fyrir starfsfólk í iðnaði er íslensk þýðing sjálfstætt viðhald (Japan institute of Plant Maintenance, 1999, bls. 63). Þessi fræði falla undir „Total Productive Main-tenance“ eða TPM. Áreiðanleikateymi Alcoa er síðan rekið með þekktri að-ferðafræði sem nefnist Reliability Centered Maintenance RCM eða miðstýrt áreiðanleikaviðhald sem sér um viðhaldsstýringuna Það má segja að „Just In Time“ JIT sé driffjöðurin í TPM því ekki er vilji til að tefja framleiðsluna með neyðarviðgerðum heldur að nota skipulagðan niðurtíma til að geta sinnt PM, fyrirbyggjandi viðhaldi (e. preventive maintenance) og umbótaviðhaldi (e. Proactive maintenance).
    Alcoa hafi fléttað saman TPM og straumlínustjórnun með hugmyndum Michael Hammer um hönnun ferla og stöðuga endurskoðun á þeim, nefnist þetta kerfi „Alcoa Buiseness System“ eða ABS. Alcoa hefur sett fram í stefnu sinni að inn-leiða velferð búnaðar fyrir allan búnað í verksmiðjunni. Þetta er ekki spretthlaup heldur er um að ræða langhlaup sem mun taka þrjú til fjögur ár og stöðuga eftir-fylgni eftir það. Ástæðurnar fyrir innleiðingu á velferð búnaðar eru margvís-legar, klárlega er um að ræða töluverða sóun á tíma og fjármunum sem þarf að útrýma kerfisbundið með Kaizen og stöðugum umbótum samkvæmt fræðum straumlínustjórnunar. Neyðarviðgerð getur verið allt að tíu sinnum kostnaðar-samari en skipulögð viðgerð. Innleiðing velferð búnaðar stuðlar að meira öryggi fyrir starfsmenn auk þess færir það starfsmönnum almennt meiri vellíðan við vinnunna.
    Lykilorð: straumlínustjórnun, velferð búnaðar, sjálfstýrt viðhald, alhliða fram-leiðnistýrt viðhald, miðstýrt áreyðanleikaviðhald.

  • Útdráttur er á ensku

    This theses seeks to answer the question what is the benefit of implementing autonomous maintenance for the Alcoa Fjardaal´s bathmobile and in what manner it would be wise to implement this methodology. The staff in the po-troom submitted to the questionnaire. With the question survey obtained, an important data will shape the implementation of autonomous maintenance.
    Autonomous maintenance is the object of “Total Productive Maintenance“ or TPM. Reliability team is then operated by a known methodology called Relia-bility Centered Maintenance or RCM. The reliability maintenance team is re-sponsible for maintenance control and schedules. It can be said that the „Just In Time“ JIT is the primus motor for the TPM, there isn´t willingness to delay the production by doing emergency repairs, rather willingness to have a struc-tured time for performing Preventative PM maintenance and Improvement maintenance. Alcoa uses ABS or Alcoa Business System which is based on Mi-chael Hammer´s process design, TPM, Lean Management and continuous im-provement.
    Alcoa maintenance strategy is autonomous maintenance for all equipment in the factory. This is not a sprint but a long run that will take several years and con-tinuous improvement efforts after that. There are many reasons for implement-ing autonomous maintenance, the main driver is waste elimination which saves both time and money. The goal being to eliminate emergency breakdowns sys-tematically by use of Kaizen or continuous improvement according to lean management. Fixing a breakdown during emergency stop can be up to ten times more expensive compare to fixing the problem during a scheduled maintenance stop. In addition implementation of autonomous maintenance contributes to improved safety as well as over all wellbeing of the employees at the plant.
    Keywords: Lean management Autonomous maintenance, Total Productive Maintenance TPM, Reliability Centered Maintenance RCM.

Styrktaraðili: 
  • Alcoa Fjarðaál
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.4.2017.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlit velferð faratækja hjá Alcoa Fjarðaáli innleiðing og ávinningur.pdf100.66 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá velferð faratækja hjá Alcoa Fjarðaáli innleiðing og ávinningur.pdf14.77 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Velferð faratækja hjá Alcoa Fjarðaáli innleiðing og ávinningur B.Sc. Þórður Valdimarsson.pdf3.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna