is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21841

Titill: 
  • Litlir fætur, stór skref : yfirfærsla og samfella milli leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Yfirfærsla barna milli leik- og grunnskóla er talin hafa mikil áhrif á upplifun
    þeirra af grunnskólagöngunni. Stór þáttur í jákvæðri yfirfærslu er að það sé
    samfella milli skólastiganna, þ.e. að í grunnskólanum er byggt ofan á
    þekkingu og reynslu barna sem þau hafa öðlast í leikskólanum. Það er því
    mikilvægt að horfa til þessara þátta og stuðla að skólakerfi sem leggur
    áherslu á að börn upplifi á jákvæðan hátt að fara úr leikskóla og í grunnskóla.
    Í ritgerðinni er sagt frá starfendarannsókn sem gerð var á Akureyri þar
    sem tilgangurinn var að byggja enn betri brú milli leik- og grunnskóla. Hluti
    af rannsókninni er þróunarverkefni sem leikskólarnir Lundarsel og Pálmholt
    unnu ásamt hverfisgrunnskólanum Lundarskóla. Þróunarverkefnið heitir
    Leikum og lærum saman. Í þróunarverkefninu var gerð könnun um líðan
    barna við skólaskilin ásamt könnunum til foreldra og kennara um viðhorf
    þeirra til þróunarverkefnisins. Einnig voru niðurstöður læsisprófs í 1. bekk
    skoðaðar með það að leiðarljósi að sjá hvort börn sem tóku þátt í
    þróunarverkefninu hefðu meiri lestrarfærni en samanburðarhópur. Til
    viðbótar könnunum í þróunarverkefninu var gerð framhaldsrannsókn þar sem
    læsisniðurstöður í 1. bekk voru skoðaðar til að athuga hvort börn í
    samstarfsleikskólum, þ.e. leikskólum sem eiga í reglulegu samstarfi við
    grunnskólann, hefðu meiri lestrarfærni en börn úr öðrum leikskólum. Sú
    rannsókn náði til fjögurra grunnskóla og fjögurra árganga 1. bekkjar.
    Rannsóknarspurningin er: Hefur samstarf leik- og grunnskóla áhrif á líðan
    barna og lestrarnám þeirra við grunnskólabyrjun?
    Meginniðurstöður rannsóknanna sýna að það er hægt að bæta líðan barna
    með því að auka við hefðbundið samstarf milli skólastiga. Niðurstöður sýna
    einnig vísbendingar í þá átt að börn sem koma úr samstarfsleikskólum standi
    sig betur í lestrarnáminu. Þetta má mögulega rekja til þess að þau eru
    öruggari í skólaumhverfinu þar sem skólastigin hafa verið í samstarfi um
    aðlögun barnanna að grunnskólanum. Rannsóknin sýnir mikilvægi þess fyrir
    kennara að vera sífellt að leita að leiðum til framfara í starfi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The transition of children between preschool and primary school has a major
    impact on the children‘s primary school experience. Building on the
    knowledge and experience the children gained in preschool provides is an
    important part of a positive transition into primary school. Continuity and a
    positive transition between school levels should therefore be emphazied in
    the development of an educational system.
    An action research was conducted in Akureyri on building a better bridge
    between preschool and primary school. The research also covered a
    development project, Play and learn together, involving the preschools
    Lundarsel and Pálmholt, and the primary school Lundarskóli. A survey on
    childrens well-being when transitioning between school levels was conducted
    along with surveys measuring parents and teachers attitudes towards the
    project. Furthermore, results from first grade literacy tests were examined to
    explore whether children who participated in the development project had
    better reading abilities than children who did not. An extension study on
    literacy results in first grade was also conducted. The purpose was to check
    whether children in preschools who participated in a regular collaboration
    with a primary school had better reading abilities than children from other
    preschools. The study included four primary schools over a four year period.
    The research question is: Does collaboration between preschool and primary
    school affect childrens well-being and reading abilities as they start primary
    school?
    The main results of the studies show that increasing the traditional
    cooperation between school levels can improve the well-being of children.
    The results also provide evidence that children from collaboration preschools
    perform better in literacy studies. This may be due to the fact that the
    children are more confident to the collaboration of the two school levels. The
    study shows the importance of teachers being constantly looking for ways to
    progress in their work.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A.-Lokaeintak-HBP.pdf2.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna