is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21856

Titill: 
  • Leikskólastelpur með ADHD einkenni : frá sjónarhorni leikskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að fá fram reynslu leikskólakennara af umönnun og kennslu stelpna með ADHD einkenni í leikskólum og afla upplýsinga um hvernig tekið er á þeirra málum á meðan þær eru í leikskóla. ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) er alþjóðleg skammstöfun fyrir röskun í taugaþroska. Einkenni röskunarinnar eru ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur en oft glíma einstaklingar með ADHD einnig við mótþróaröskun, hegðunarröskun, kvíða eða þunglyndi, sértæka námserfiðleika, svefntruflanir og fleira. Um 5% barna og unglinga greinast með ADHD og hlutföllin milli kynjanna eru tveir strákar á móti hverri stelpu. Yfirleitt fá stelpur ekki ADHD greiningu á meðan þær eru í leikskóla en oft vaknar grunur þar.
    Rannsóknin er eigindleg og fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð notuð. Tekin voru viðtöl við átta leikskólakennara sem höfðu kynnst stelpum sem sýndu einkenni ADHD. Leikskólakennurunum fannst yfirleitt ekki munur á einkennum ADHD eftir kynjum en að birtingarmynd þeirra geti verið ólík. Það ber mikið á strákum með ADHD, stelpurnar eru oftast fyrirferðaminni en tala til dæmis mikið. Þeirra reynsla var sú að þar sem stelpurnar fá yfirleitt ekki greiningu á meðan þær eru í leikskóla þá fái þær ekki þá aðstoð sem þær þyrftu að fá. Ýmsar leiðir eru notaðar í leikskólum með þessum stelpum sem hafa gagnast vel börnum með aðrar raskanir til dæmis að vinna í litlum hópum, myndrænt skipulag og félagshæfnisögur. Mesta áherslan er lögð á félagsfærniþjálfun og undirbúning fyrir grunnskólanám til dæmis að auka einbeitingu og ljúka verkefnum. Þeim fannst vanta markvissari íhlutun fyrir stelpur með ADHD einkenni í leikskólum og aukna aðstoð í leikskólana til að sinna því. Einnig fannst þeim mikilvægt að auka þekkingu á ADHD meðal kennara og barna í leikskólum og í þjóðfélaginu öllu með fræðslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore the experience of preschool teachers from caring for and teaching girls with symptoms of ADHD and to gather information on what is done in preschools to help girls with ADHD
    symptoms. ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) is a
    developmental neuropsychiatric disorder. The symptoms of the disorder are hyperactivity, impulsiveness and attention deficits but children with ADHD may also have oppositional defiant disorder, conduct disorder, anxiety, depression, specific learning difficulties and sleep disorders. About 5% of children and adolescents are diagnosed with ADHD, two boys for every girl. Preschool girls are usually not diagnosed with ADHD although they show the symptoms while in preschool. The study is qualitative and the methods of phenomenological research were used. Eight preschool teachers with experience of caring for and teaching girls with ADHD symptoms were interviewed. The teachers said they do not notice gender differences in children when it comes to symptoms of ADHD but they notice difference in how it manifests in boys and girls. Boys have more noticeable hyperactivity than girls but girls may, e.g. talk a
    lot. According to the teachers the girls with ADHD symptoms do not get the intervention they need in preschool because they are not diagnosed with ADHD. To help the girls preschool teachers use methods that have been proven useful for children with other diagnosis e.g. working in small groups, using visual structure and social stories. In preschool the emphasis is on enhancing the girls´ social skills and preparing them for school by increasing concentration and finishing tasks. The teachers thought preschool girls with ADHD symptoms need more targeted interventions and the preschools need more help to do so. They also thought it is important to educate preschool teachers and children about ADHD and the Icelandic society.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BaraBjorkBjornsdottir_MAritgerd_kdHA.pdf598.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna