is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2186

Titill: 
  • Leynt og ljóst. Hagnýting bókasafns- og upplýsingafræði í starfsemi á sviði veðurfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Veðurathuganir eru meginumfjöllunarefnið í þessari ritgerð. Með veðurathugunum er átt við athuganir sem gerðar eru með mælitækjum, fyrst og fremst hitamæli og loftvog. Þegar gerðar eru veðurathuganir, það er að segja aflað gagna um veður, þarf að beita ýmsum aðferðum sem þróaðar hafa verið í gegnum aldirnar við skipulegt skjalahald. Skjalastjórn í einhverri mynd og misjafnlega markviss, hefur fylgt veðurathugunum frá því að þær hófust. Þegar fram liðu stundir skapaðist líka þörf fyrir þekkingarstjórnun og aðferðir við upplýsingaþjónustu innan veðurfræðinnar. Veðurathuganir eru í raun og veru sífelld skráning á veðri og alltaf þegar fróðleikur hefur verið festur á blað vaknar spurningin um skipulag og varðveislu hans. Það eru einmitt meginviðfangsefni skjalastjórnar. Verður því að teljast réttlætanlegt að fjalla ítarlega um veðurathuganir og sögu þeirra á vettvangi bókasafns- og upplýsingafræði. Einnig verður leitast við að gera grein fyrir því hvernig starfsemi sem byggir á vísindalegri veðurfræði hagnýtir sér leynt og ljóst ýmsar greinar á sviði bókasafns- og upplýsingafræði eða aðferðir þeirra. Saga veðurathugana verður rakin frá því að byrjað var að athuga og mæla veður með þar til gerðum mælitækjum á 17. öld til dagsins í dag. Sérstök áhersla verður lögð á veðurathuganir sem gerðar voru á Íslandi frá því um miðja 18. öld þar til Danska veðurstofan byrjaði að skipuleggja athuganir hér eftir 1872. Eftir það verður farið hratt yfir sögu. Önnur ástæða þess að rétt þótti að leggja jafn mikla áherslu á veðurathuganir og hér er gert, er sú að þær eru undirstaða allrar starfsemi á sviði veðurfræði. Þegar veðurathugun er gerð, lesið af hitamæli og loftvog, ástandi loftsins lýst og tilgreint af hvað átt vindurinn blæs og skráð á blað, verða til gögn um veður. Þessi gögn verða að upplýsingum þegar þeim hefur verið safnað saman og komið á þau skipulagi. Með því að setja upplýsingarnar í rökrétt samhengi og túlka þær er hægt að skapa þekkingu um hina margvíslegu þætti veðursins. Þá verður sagt frá því þegar menn komust upp á lag með að gera veðurspár og greint frá skipulagningu veðurþjónustu, en þar koma greinar innan bóksafns- og upplýsingafræði við sögu.

Samþykkt: 
  • 14.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hilmar_Gunnthor_Gardarsson_fixed.pdf510.92 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Hilmar_Gunnthor_Gardarsson_Forsida_fixed.pdf13.75 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna