is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21907

Titill: 
  • Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaraprófsverkefni er fjallað um málfræðikennslu. Rannsóknarspurningin snýr að því hver viðhorf nemenda og kennara eru gagnvart málfræði, þ.e. hvaða gildi og merkingu hún hefur í kennslustofunni og utan hennar. Samhliða þessu er leitað svara við því hvernig nemendur telja sig nýta málfræði í daglegu lífi. Notast er við rannsóknargögn úr viðamikilli sameiginlegri rannsókn Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin ber heitið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga en að henni koma kennarar sem kenna íslensku við báða skólana ásamt meistara- og doktorsnemum. Gagna var aflað veturinn 2013–2014 en rannsóknin er enn í gangi þegar þetta er ritað. Rannsóknin nær yfir alla þætti íslensku en gögnin sem hér eru notuð snúa aðeins að málfræði.
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfstöðluðum einstaklings- og hópviðtölum ásamt vettvangsathugunum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við íslenskukennara á unglingastigi og umsjónarkennara 3. og 6. bekkjar en hópviðtöl við nemendur úr 6. og 9. bekk, sitt í hvoru lagi. Einnig voru gerðar vettvangsathuganir í kennslustundum í íslensku þar sem unnið var með málfræði.
    Helstu niðurstöður sýndu að kennarar flétta málfræði inn í annað kennsluefni og búa til sín eigin verkefni í stað þess að reiða sig að öllu leyti á kennslubækur. Kennararnir segja nemendum ekki leiðast málfræðin en það fari þó eftir því hvernig hún er kennd og af hverjum. Nemendur virðast líka í erfiðleikum með að tengja málfræðihugtökin við kunnáttu sína og sýna þekkingu sína í verkefnum.
    Nemendur voru í heildina frekar neikvæðir gagnvart málfræði og aðeins fáir sáu nytsemi hennar. Einn neikvæðasti hópurinn hafði ekki fengið skýr svör frá foreldrum eða kennurum um gildi málfræði og sá því lítinn tilgang í því að læra hana. Þeir nemendur sem töldu sig góða í málfræði sögðust nýta málfræðina til leiðréttingar á málfari sínu og annarra en aðrir sögðu málfræðireglur nýtast sér minnst af því sem þeir hafa lært í íslensku.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is about Icelandic grammar teaching. The research question focuses on what students‘ and teachers‘ attitudes are towards grammar, i.e. its value and meaning, both inside and outside the classroom and how students use grammar in everyday life. The research data is from a collaborative research between the University of Iceland‘s School of Education and the University of Akureyri. The research is called Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (e. Icelandic as a school
    subject and a language of learning and teaching) and features teachers who teach Icelandic at both schools as well as graduate students. The data was collected in the 2013–2014 school year but the research is still ongoing at the time of publication. The research covers all aspects of the Icelandic language but the data used in this thesis covers only the grammar aspect. The research is qualitative and is based on half-structured one-on-one and group interviews along with observations. One-on-one interviews were conducted with teachers of Icelandic in grades eight through ten, teachers of third and sixth grade, respectively, and students in sixth and ninth grade, respectively. Observations were conducted in classes where Icelandic
    grammar was taught. The main conclusions show that teachers mix grammar with other subjects of Icelandic and create their own assignments instead of relying solely on textbooks. Teachers say that students do not hate grammar but that depends on how it‘s taught and by whom. Students also seem to have trouble connecting grammatical terms with their skills and showing their knowledge on paper. Overall, students had negative attitudes towards grammar and few saw its usefulness. The most negative group had not gotten clear answers from their parents or teachers about the value of grammar and consequently see little point in learning it. Those students that did consider themselves to have good
    grammar use it to correct other people‘s speech as well as their own but other students said grammar rules are the least useful thing they have learned while studying Icelandic.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
StefanSmariJonsson_Ritgerd_kdHA.pdf750.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna