is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21924

Titill: 
  • Innleiðing og hugmyndafræði nýrrar skólastefnu : efling leiðtogafærni nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í skólasamfélögum vítt og breitt um landið er að finna mismunandi útfærslur á skólahaldi þó að allir vinni eftir sömu menntastefnu sem yfirvöld setja. Lögum samkvæmt hafa skólar það frjálsræði að velja sér skólastefnur sem henta fyrir þeirra umhverfi og einstaklinga sem í því eru. Umfjöllunarefni þessarar rannsóknar snýr að nýrri skólastefnu sem er þróunarverkefni í fámennum skóla á landsbyggðinni og er á fyrsta ári innleiðingar. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvað felst í þeirri stefnu sem er verið að þróa í skólanum og að hvaða leyti innleiðing stefnunnar hafi haft áhrif á líf og starf nemenda og kennara. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn (e. case study) þar sem gagna var aflað með einstaklingsviðtali við skólastjóra og rýnihópaviðtölum (e. focus groups) við kennara og nemendur. Gerðar voru vettvangsathuganir bæði á kennarafundi og í kennslustundum ásamt því að rýnt var í skjöl sem snéru að þróun stefnunnar. Unnið var með tilgangsúrtak þar sem þátttakendur voru valdir með hliðsjón af þörfum rannsóknarinnar.
    Í niðurstöðum kemur fram að innleiðingunni fylgdu miklar breytingar á fyrirkomulagi kennslunnar og á kennsluháttum þar sem ákveðið var að fara nýjar leiðir við kennslu sem samræmdist hinni nýju skólastefnu. Fram kom að mikil trú væri á hina nýju stefnu meðal þátttakenda og töldu þeir sig finna fyrir mun meira öryggi í skólanum eftir að innleiðingarferlið hóf göngu sína. Viðmælendur fundu fyrir aukinni samstöðu innan hópsins, bæði meðal nemenda og kennara, en þróun hugmyndafræði stefnunnar og innleiðing hennar virtist þó vera að mestu leyti í höndum skólastjóra. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu einnig til kynna að hugmyndafræði nýju stefnunnar skilaði sér ekki nægilega til nemenda. Nokkuð vantaði upp á að nemendur hefðu skilning á þeim hugtökum sem nýja stefnan gengur út á og virtist það meðal annars verða til þess að þeir kunnu ekki að nýta sér það tækifæri sem stefnan getur gefið þeim til að hafa áhrif á nám sitt. Einnig bentu niðurstöður til þess að kennarar hefðu ekki náð nægilega góðum tökum á þeim breyttu kennsluháttum sem stefnan krafðist til að vera fyllilega færir um að leiðbeina nemendum um starfshætti í samræmi við stefnuna.

  • Útdráttur er á ensku

    Schools are organised in various ways around the country, even though everybody works with the same educational policy set by the government. According to the law each school has the freedom to choose a school policy which is best suited for its environment and the individuals therein. The topic of this research focuses on a new school policy, which is a project in development in a small rural school and is in its first year of implementation. The research aims to illuminate the policy, which is being developed in the school, what it entails and in what way the implementation affects the life and work of students and teachers. The research is a case study where data is collected by personally interviewing the principal and teacher and student focus groups. Field observations were done during teacher meetings and in classrooms as well as observations on documentation regarding the development of the policy. A purposive sample was the methodology used where participants were chosen according the research’s need.
    It is concluded that a lot of changes regarding teaching arrangements and teaching methods followed the implementation of the new school policy. The implementation process revealed that participants had a lot of faith in the policy and students felt a lot safer in the school environment. Interviewees experienced increased solidarity within the group but the development of the policy’s ideology was mostly the headmaster’s responsibility. The results of this research indicated that the policy’s ideology did not reach the students sufficiently. The students did not seem to have understood the concepts sufficiently well, which the new policy revolves around. This resulted in students not knowing how to fully use the opportunities the policy can provide for their studies. Teachers did not seem to have fully grasped the changed teaching methods, which the policy demanded, in order to be able to fully instruct the students on how to study according to the policy.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing og hugmyndafræði nýrrar skólastefnu.pdf940.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna