is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21972

Titill: 
  • Fjölskyldumáltíðir og gæði fæðu : heilsa og vellíðan barna og unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið hefur verið að fjölskyldumáltíðum fari fækkandi og að það komi niður á gæði fæðu barna og unglinga þar sem þau borða oftar ein en áður. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort tengsl væru á milli fjölskyldumáltíða og gæða fæðu hjá börnum og unglingum, það er hvort tíðari máltíðir hafi jákvæð áhrif á næringu þeirra. Einnig var skoðað hvort að fjöldi fjölskyldumáltíða hafi tengsl við líkamsþyngdarstuðul og líkamsímynd ungmennanna. Notast var við gagnasafn frá alþjóðlegu rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (Health Behavior in School-aged Children/HBSC), þar er gögnum safnað á fjögurra ára fresti frá nemendum, bæði strákum og stelpum, í 6., 8. og 10. bekk (11, 13 og 15 ára). Í þessari rannsókn var notast við svör frá þátttakendum í skólum á Íslandi skólaárið 2013-2014 sem alls voru 10.651 börn og unglingar eða tæp 84% af þýðinu, kynjahlutfallið var 50,3% strákar og 49,7% stelpur. Niðurstöður sýndu að 66% nemenda borðuðu kvöldmat á hverjum degi með foreldrum sínum. Bæði strákar og stelpur sem borðuðu oftar morgun- og kvöldmat með móður og/eða föður neyta oftar ávaxta og grænmetis og sjaldnar sykraðs goss, sælgætis og orkudrykkja. Stelpur sem borðuðu fimm sinnum eða oftar í viku með foreldrum sínum borða oftar grænmeti og ávexti en strákar sem borðuðu jafn oft með foreldrunum. Strákar sem borðuðu með móður og/eða föður sjaldnar en einu sinni í viku drekka sykrað gos oftar en stelpur sem deila máltíð með foreldrum sínum jafn oft. Þegar fjölskyldumáltíðir og líkamsímynd voru skoðuð hjá nemendum í 10. bekk komu fram svipaðar niðurstöður á heildina litið fyrir bæði kyn. Flestir nemendur sem borðuðu fimm sinnum í viku eða oftar með foreldrum sínum töldu sig vera um það bil mátulega. Strákar sem borðuðu kvöldmat aldrei eða sjaldnar en vikulega með þeim töldu sig frekar vera aðeins of granna eða alltof granna en stelpur aftur á móti, sem borðuðu kvöldmat aldrei eða sjaldnar en vikulega með foreldrum, töldu sig frekar vera aðeins of feitar eða alltof feitar. Þegar líkamsþyngdarstuðull var skoðaður kom í ljós að nemendur sem borða kvöldmat sjaldan með foreldrum eru frekar of þungir en þeir sem borða oftar með þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    Family meals are considered to be declining and the quality of diet among children and adolescents may be suffering because they are eating alone more often. The objective of this study was to examine whether there is a connection between family meals and the quality of diet among children and adolescents, whether more frequent family meals have a positive influence on their nutrition. Also, whether frequent family meals affect their body mass index (BMI) and body image. Data from the international survey Health Behavior in School-aged Children (HBSC) was used. The data is gathered every four years from students, both boys and girls, from grades 6, 8 and 10 (11, 13 and 15 years old). In this study a questionnaire from the school-year 2013-2014 was used with replies from students in middle schools in Iceland. Participants were 10.651, the response rate was about 84%, 50,3% boys and 49,7% girls. The results showed that 66% of students had dinner every day with their parents. Both boys and girls who ate breakfast and dinner more frequently with their parents consumed fruits and vegetables more often. Those who had breakfast and dinner with their parents less frequently consumed more soft drinks, candy and energy drinks. Girls who ate breakfast or dinner with their parents five times a week or more often, eat fruits and vegetables more often than boys do. Boys drank soft drinks more often than girls when they had breakfast or dinner with their parents one time a week or less often. When it came to family meals and body image similiar results were found among boys and girls in tenth grade. Most students who had breakfast or dinner five times a week or more often with their parents considered their body to be about right. Boys who had dinner never or less than once a week with their mother and/or father considered them selves to be rather thin or way too thin, but girls who had dinner never or less than once a week with their parents considered them self to be rather fat or way too fat. When BMI was examined it was found that students who seldom eat dinner with their parents are rather more overweight than those who had dinner more frequently with them.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - LOKASKIL - PDF.pdf960.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna