is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22022

Titill: 
  • Hlutverk púrinergra viðtaka og klórganga í starfssemi litþekju músa
  • Titill er á ensku The role of purines and chloride channels in the function of the mouse retinal pigment epithelium
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Litþekja augans liggur á milli ljósnema og æðulagi augans. Litþekjufrumurnar gegna því mikilvæga hlutverki að flytja næringarefni frá æðulagi til ljósnema augans og flytja jónir, vatn og úrgangsefnis sömu leið tilbaka. Misræmi í flutningum á vatni yfir litþekjufrumurnar getur leitt til uppsöfnunar á vatni við ljósnema augans í sjónhimnu. Þetta ástand getur auðveldlega valdið niðurbroti sjónhimnunnar og skertra starfsemi hennar en þetta talin vera orsök margra augnsjúkdóma. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á jónastreymi um litþekju augans úr rottum, svínum, nautum og mannavef í sérstökum Ussing hólfum, en aldrei áður í músavef. Rannsóknir hafa sýnt að púrinergir viðtakar fyrir ATP og UTP geta örvað jónaflæði um litþekjuvef. Fram að þessu hafa klórjónagöng á litþekju augans talin vera grunnur fyrir vatns og jóna flutning frá holhlið að blóðhlið í auganu og niðurstöður margra rannsókna hafa gefið til kynna að klórjónagöng séu staðsett á blóðhlið litþekjunnar í auganu
    Markmið: Að rannsaka hversu lífvænleg litþekja í augum músa er í Ussing hólfum, bæði ræktuð og ferskt litþekja. Einnig að öðlast meiri skilning á hlutverki púrinergra viðtaka í stjórnun á jónaflæði í augum músa, og mikilvægi klórjónaganga í nettó jónaflutningi um litþekju í augum músa. Það var einnig markmið þessa verkefnis að skapa þekkingargrunn fyrir rannsóknir á litþekju í (knockout) músamódelum.
    Aðferðir: Heilbrigðar mýs (C57Bl/6J) voru svæfðar og aflífaðar og litþekjan, ásamt undirliggjandi æðu og hvítu og yfirliggjandi sjónhimnu, var sett í sérhönnuð smágerð þekjulíffæraböð (Ussing-hólf) með 0,031 cm2 flatamál á opi, með loftaða (5%CO2/95%O2) 38°C Krebs lausn á blóðhlið og sjónuhlið þekjunnar. Spennuþvingunartæki var notað til mælinga á nettó jónastraumi yfir litþekjuna (ISC) í µAmp/cm2. Á fimm mínútna fresti fór 1 mV púls í gegnum vefinn til þess að meta viðnám vefjarins (TER) í Ohm*cm2 . Fjöldi músa í tilraunum voru alls 6-8 talsins og hvert efni var í Ussing hólfum í 30 mínútur alls. Niðurstöður eru sýndar sem meðaltal ± SEM. Mat á áhrifum inngripa var gert með pöruðuðu t-testi
    Niðurstöðurnar: Litþekjuvefur í augum músa getur lifað í allt að 4-5 klukkustundir í Ussing hólfum og sýnt áhrif við mismunandi efnum. Púrinergir viðtakar (bæði P2X og P2Y) höfðu hamlandi áhrif á klórjónastraum litþekjunnar. P2X og P2Y viðtakar juku viðnám litþekjunnar marktækt. Hindrun klórjónaganga sýndi greinileg hamlandi áhrif á jónaflæði. Almennur klórgangablokker (NPPB) hamlaði jónastrauminn eingöngu á holhlið þar sem hann ætti ekki að hafa nein áhrif, þetta var svo staðfest með áhrifum á kalsíum háðum klórganga hamlara (CaCCinh-A01). CFTR klórganga hindrari jók marktækt en tímabundið jónastrauminn. Viðnámið á litþekjuvefnum jókst marktækt með klórganga hömlurum í öllum tilfellum.
    Ályktanir: Púrinergir viðtakar hafa hamlandi áhrif á klór jóna flutning um litþekjuna og örvandi áhrif á viðnám vefjarins. Klórgöng gegna mikilvægu hlutverki við jónaflutning um litþekju í augum músa og fleiri klórgöng virðast vera á holhlið vefjarins en blóðhlið.

  • Útdráttur er á ensku

    Indroduction: The retinal pigment epithelium (RPE) lies between the photoreceptor outer segments of the retina and the choroid of the eye. The cells of the RPE layer have important role in transporting water and ions from the photoreceptors to the chroroid of the eye and in transporting nutrition back the same way. Failure of the water transport can lead to further accumulation of water in the cells of the retina. This can easily cause photoreceptor breakdown and dysfunction that can have severe effects on vision. The function of the short circuit current of RPE cells in the eye has been investigated in Ussing chambers using a variety of animal tissues such as rat, bovine and pig, as well as human, but never before on mouse RPE tissue. Previous research has shown that purineric receptors can stimulate the short circuit current of the RPE cells. Until now chloride channels have been thought to be the most effective channels to stimulate transport of water molecules from the photoreceptors across the RPE cells to the choroid and several studies have suggested that the chloride channels are situated on the basolateral side of the RPE tissue.
    Aims: To establish the viability and feasibility of studying intact murine RPE in cell culture and in vitro in Ussing chambers. To gain understanding of the role of purines in the control of the net transepithelial ion transport of murine RPE. To get a better view on how important chloride channels are in net transepithelial ion transport of murine RPE. To create a theoretical base for research on the
    RPE in knocks-out mouse models.
    Methods: Healthy mice (C57B1/6J) were euthanized and the RPE together with the retina, choroid and sclera was mounted in special miniature epithelial chambers with an aperture of 0.031 cm2 with normal Krebs on both sides kept at 38°C and aired with 5%CO2/95%O2. The tissues were voltage clamped to zero (WPI ) to measure the short-circuit current (ISC) in µAmp/cm2. Every 5th minute a 1 mV pulse was passed to estimate the transepithelial resistance (TER) measured in Ohm*cm2. The number of mice tested was 6-8 in each series of experiments (one eye per mouse). Each treatment with a substance lasted 30 minutes. The results are presented as a mean ± SEM. Statistical significance was tested by paired t-test.
    Results: The mouse RPE tissue can survive up to 4-5 hours in the Ussing chamber bath and shows responses to drugs. The purinergic receptors (both P2X and P2Y) did decrease the chloride ion current across the mouse RPE. The P2X receptors did cause an increase in the resistance of the mouse RPE significantly, as did the P2Y receptors. A nonspecific chloride channel blocker did only decrease the ISC significantly on the apical side where theoretically it should not affect the tissue; this was then confirmed to be the calcium-activated chloride channel by using a specific antagonist (CaCCinh-A01). A CFTR chloride channel blocker increased the chloride ion current significantly but only transiently. All the chloride channel antagonists used caused significant increases in the transepithelial resistance of the mouse RPE, regardless of their effects on the ISC.
    Conclusion: Purinergic receptors decrease the chloride current and increase the transepithelial resistance of the mouse RPE tissue. The chloride channels play a major role in the nionic transport across the mouse RPE tissue. There are more calcium activated chloride channels situated on the apical side than the basolateral side in the mouse RPE tissue.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Íslands (Rannís), Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk púrinergra viðtaka og klórganga í starfssemi litþekju músa- Sunna Björg Skarphéðinsdóttir.pdf2.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna