is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22027

Titill: 
  • Tæknivæðing flakaskurðar á þorski
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um tvenns konar aðferðir á flakaskurði í þorskvinnslu. Annars vegar núverandi ferli Útgerðarfélags Akureyringa að fullsnyrta og bitaskera þorsk á flæðilínu. Hins vegar að forsnyrta flökin og láta vatnsskurðarvél Völku skera beingarðinn úr og skipta flakinu í bita. Markmið verkefnisins er að reikna arðsemi þess að setja upp vatnsskurðarvél frá Völku inn í framleiðsluferli Útgerðarfélags Akureyringa. Rannsóknarspurningin er því: Er arðbært fyrir Samherja/ÚA að setja upp vatnsskurðarvél frá Völku til að flakaskera þorsk og hver er endurgreiðslutíminn?
    Verkefnið er áhugavert þar sem lítið hefur breyst í snyrtingu þorskflaka í gegnum tíðina, sem er í dag handvirk og aðal flöskuhálsinn í aukningu afkasta í þorskvinnslu. Nú er komin fram ný tækni fá Völku sem tæknivæðir sjálfa snyrtinguna að stórum hluta.
    Til að kanna þetta voru framkvæmdar tvær tilraunir til að bera saman þessar tvær aðferðir. Notaður var þorskur úr sama holi í hvorri tilraun til að lágmarka breytileika í gögnum rannsóknarinnar. Tilraunin var metin út frá tíma sparnaði og nýtingar prósentu. Þessar breytur voru síðan færðar inn í rauntölur ársins 2014 hjá Útgerðarfélagi Akureyringa til að áætla hagnað og endurgreiðslutíma á vatnsskurðarvél Völku.
    Með tilraunum og útreikningum út frá þeim var komist að þeirri niðurstöðu að vatnsskurðarvélin er arðbær í vinnslu á stórum þorski. Ástæða þess er að með tilkomu vélarinnar verður betri nýting hnakka á stórum þorski, aukið magn framleitt á hvern manntíma og gæða öryggi sem myndast við tvöfalda röntgenmyndatöku. Áður en allar stærðir þorsks verða settar í gegnum vatnsskurðavélar Völku þarf að athuga hvort hallandi skurður nái betri nýtingu úr beingarðinum en forveri hennar á Grenivík.

  • Útdráttur er á ensku

    This project focuses on two methods to divide a cod fillet. The current process of Útgerðarfélag Akureyringa is to trim and cut the cod fillets on a flow line against the other way to pretrim cod fillets and a Valka Cutting machine cuts out pin bones and does portioning. The goal is to
    calculate the profitability of installing the Valka Cutter from Valka ehf. into the production of ÚA. The research question is: Is it profitable for Samherji/ÚA to invest in a Valka Cutter from Valka ehf. and how long is the payback time? This project is interesting since little has changed in cod fillet trimming which is still manual
    today and is the main bottleneck in cod processing. Now a machine can make a big part of that process automatic. To explore this option two experiments were set up to compare the two methods. Cod from the
    same haul was used in each of the experiment to distort the results as little as possible. The experiment was reviewed from time saving and the utilization percentage. These variables were then entered into the actual figures of the year 2014 in ÚA to estimate profits and repayment
    period of the Valka Cutter. The answer is, yes it is profitable for ÚA to invest in the Valka Cutter but only to cut fillets from large cod. The reason is that with the new machine the loin utilization is better, it increase the amount produced per labour hour and the quality improves due to dual X-ray.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.6.2020.
Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - fyrir Skemmuna.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna