is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22068

Titill: 
  • Ávinningur af notkun hjálpartækja við beiðslisgreiningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það að kýr eignist kálfa er grundvöllur mjólkurframleiðslu sem gerir frjósemi gífurlega mikilvægan og verðmætan eiginleika. Svo kýr festi fang við sæðingar verður að greina það þegar þær eru að beiða til að geta sætt þær á réttum tíma. Beiðslisgreining getur verið vandaverk og hafa margir bændur notast við ýmis hjálpartæki til að auðvelda sér beiðslisgreininguna. En skilar notkun hjálpartækja sér í bættri frjósemi? Þetta er spurning sem þessi rannsókn reynir að svara.
    Gerð var könnun þar sem íslenskir kúabændur gátu greint frá notkun sinni á hjálpartækjum ásamt því að skýra frá aðstæðum á sínu búi. Svöruðu könnuninni 182 bændur en 171 svar var nothæft til rannsóknarinnar. Notuðu 87% svarenda hjálpartæki og var sæðingadagatal mest notað (71% svarenda) og þar á eftir tölva (37% svarenda). Reiknaðir voru út helstu frjósemismælikvarðar (F-tala, bil milli burða, sæðingar á kú og EU%56) út frá frjósemisskýrslum í nautgriparæktargagna-grunninum Huppu fyrir hvert bú í rannsókninni.
    Með þessum gögnum var hægt að reikna út leiðrétt meðaltöl frjósemi eftir notkun hjálpartækja. Greinilegur ávinningur er af notkun hjálpartækja og marktækur munur (P<0,05) er á F-tölu og bili milli burða eftir því hvort notuð eru hjálpartæki eða ekki. Þegar sérstakir flokkar hjálpartækja voru skoðaðir skiluðu þeir allir betri árangri í frjósemi en ekkert stóð uppúr sem afgerandi besta hjálpartækið. Bændur ættu frekar að finna sér hjálpartæki sem hentar þeim vel og ná virkilega góðum tökum á því. Gæti það skilað meiri árangri en eitthvað hálfkák með mörg hjálpartæki.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni Ávinningur af notkun hjálpartækja við beiðslisgreiningu Baldur Örn Samúelsson.pdf1.18 MBOpinnPDFSkoða/Opna